Sunnudagur og enn og aftur vakna ég á að nálgast kvöldmatartíma sem að þessu sinni verður tekinn út hjá Þóru eða það held ég. Erfitt að treysta á dularfulla áminningu í símanum sem var sett inn eftir einn eða tvo.
Gærkvöldið var svo ákaflega ágætt. "The J-group" er frábært gengi.
Sér einhver mótsögnina í því að vera á móti einkavæðingu Landsvirkjunar af því maður óttast skort á samkeppni á frjálsum raforkumarkaði?
Ákveðnar gerðir sumarkjóla á ákveðnum líkömum sparka alveg í mig á ákveðnum stöðum.
Fyrir 260 danskar kr á ári er ég að fá fyrsta flokks augnlæknaþjónustu og eftirlit þar sem ég sem sjúklingur/viðskiptavinur er aðalatriðið. Fyrir himinháan skatt og "ókeypis" læknisþjónustu í Danmörku get ég alveg eins gleymt því að geta talað við lækni í lengur en korter í einu og hvað þá að geta spurt hann um það sem manni liggur á hjarta. Ekki útilokað að þessi niðurstaða mín (eða framsetning hennar öllu heldur) sé lituð af stjórnmálaskoðunum, en svona er þetta samt!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment