Friday, July 07, 2006

Molar

Ísskápurinn minn er e.t.v. að lenda í því sem stóð í blöðunum í dag að væri að koma fyrir marga ísskápa þessa dagana: Ekki að ráða við hitann hérna! Hvernig virkar það samt? Nær hitinn á hinum enda kælielementsins ekki að rjúka í burtu? Ég veit bara að ísskápurinn er á lægstu stillingu og ölinn er í besta falli svalur.

Hvaða kvart og kvein er þetta í fólki um banka á Íslandi? Það er jú eftir allt saman ríkið sem lánar bönkunum á 12,25% vöxtum og svo er alveg leikandi létt fyrir óánægða viðskiptavini að skipta um banka. Sjálfur var ég að skipta um banka og nýji bankinn sá um allt vesenið og pappírsvinnuna. Léttara en að eiga samskipti við sveitarfélagið, ef það er einhver viðmiðun. Hvað finnst fólki um komandi skattahækkanir til að fjármagna hugðarefni ASÍ á kostnað okkar hugðarefna?

"Mér finnst ég alltaf vera fremur öfgasinnaður frjálshyggjumaður þar til ég les efnið frá þér Geir", er skrifað á einn ágætan spjallþráð. Er hægt að venjast ofbeldi svo vel að fjarvera þess er talin vera öfgafullt ástand?

Svo virðist sem verslunarmannahelgin verði í hressari kantinum í Kaupmannahöfn. Fékk því miður skilaboð sem minnkar komandi hressleika um stærðargráður en ég held að það sé nóg eftir. Vona samt að skilaboðið snúist við.

Ég er áttavilltasti maður sem ég veit um þegar kemur að því að hafa stjórn á pappírsflóði, reikningum, yfirlitum, bréfum og samningum. Þetta er svo létt í vinnunni: Blað sem lendir á borðinu er horfið úr lífi mínu þegar það hefur verið afgreitt og flutt áfram í kerfið. Vaxandi staflar bankayfirlita og fasteignapappíra eru örlítið erfiðari viðfangs. Ég ræð samt við reikninga því þá má afgreiða í burtu í hvelli, sem er kannski það mikilvægasta.

Mjög mikilvægt að ná góðum svefni í kvöld. Mæting á Hovedbane kl 14:30 á morgun með kaldan bjór að hitta Haukinn og svo er það ferðalag til Ishøj í teiti dauðans. Ég þarf að endurvekja djammúthaldið einhvern veginn. Er lifrin orðin svo skorpin að sex tíma þamb slær mann út? Það væru sorgartíðindi.

Ásbjörg í Boston þarf að koma sér upp bloggi og/eða það sem mikilvægara er: Myndasíðu! Daði, ég býst við pressu frá þér hvað þetta varðar!

Brain Police er svo óendanlega yndisleg hljómsveit að það er engu lagi líkt. Atvinnuveitandi minn ætti að senda þeim peninga fyrir þau vinnuafköst sem tónlist þeirra leiðir af sér.

Sveiflukennt netsamband hjá mér svo ekki sé dýpra í árina tekið. Var samt að fá bréf sem segir að eftir 8 virka dagi gerist eitthvað. Þýðing frá Dana-máli yfir á mannamál: Innan 14 virkra daga hefur kannski eitthvað breyst til batnaðar.

Hagnaður af rekstri? Fyrstu reikningar benda til þess. Ánægjulegt.

6 comments:

Valli said...

...Er hægt að venjast ofbeldi svo vel að fjarvera þess er talin vera öfgafullt ástand?

Tja, þú áttar þig á því að ég er að hálfu ættaður frá gömlu Sovétríkjunum, og þar var ofbeldi ansi duglega beitt í öllum skilningi þess orðs. Maður er þ.a.l. hugsanlega mjög vanur :-)

Annars vona ég að þú skiljir betur hvað ég er að fara í nýjasta svarinu mínu, en það togast vissulega á hugmyndafræðilega að ofbeldi skuli beitt til að vernda gegn ofbeldi.

Anonymous said...

Rétt er það Geir, að líklega nær kondenserinn ekki að kasta frá sér hitanum (bakvið skápinn). Tvennt getur valdið, að því að mér dettur í hug:
1) Loftflæði er takmarkað. Ísskápurinn er í horni eða inni í lokaðri eldhúsinréttingu sem eyðileggur loftflæði.
2) Pressan er ekki nógu öflug, en þéttihiti kælimiðilsins þarf að þéttast (með varma frá umhverfinu) og munur á þéttihitastigi miðils við háan þrýsting (~þrýstingur út úr pressu)og umhverfishitastigi er of lágur.

BesserWisser.

Geir said...

Valli, frelsi þitt frá ofbeldi er e.t.v. mikið MIÐAÐ VIÐ það sem tíðkaðist í gömlu Sovét, en næsta skref - að fjarlægja ríkið - þá bara sem enn meira frelsi frá ofbeldi. Þeir sem hafa borðað versta mat í heimi eiga ekki að þurfa sætta sig við að borða alltaf betri en samt vondan mat. Maturinn getur líka verið góður.

Besser, þakka hressandi fræðslu. Ísskápurinn er einmitt staðsettur í horni og greinilega ekki alveg að meika það í 30 stigunum.

Anonymous said...

Ótrúlegt hvað vont venst oft vel - ég get þó aldrei vanist gaddavírs-endaþarms-ríðingum opinberra stofnanna í mitt rassgat (og okkar allra). Þegar helvítis 6 mánaða tímabil fasteignagjalda er greitt og mar andar léttar þá senda þeir Rúv-seðilinn og rukka mann um bifreiðargjöldin á sama tíma. Urrrrrrgggg.....

Jói Ben said...

Kannski ekki beint innlegg í þessa umræðu, en ég ætlaði að melda komu mína til Danaveldis. Mæti á svæðið á þriðjudaginn. Ég læt í mér heyra á næstu dögum.

Geir said...

Hressssandi! (Nei ég er ekki að meina gaddavírinn.)