Tuesday, August 29, 2006

Back to Baunaland

Þá er maður kominn aftur til vinnu eftir mjög svo ágætar tvær vikur á Íslandi. Þynnkan er að mestu horfin, t.d. þökk sé góðum mat í mötuneytinu í hádeginu og nú er bara að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.

Vinnuveitandi minn er geðveikur. 300 manna vinnustaður sem "søger op mod 50 nye medarbejdere" á einu bretti. Hvað á allt þetta fólk að gera?! Núna segja þeir að ef maður þekkir einhvern eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern, "så er det nu de skal prikkes på skulderen, og komme ud af busken!" Einhver til í tuskið?

Ég er yfirleitt seinastur með fréttirnar þegar kemur að því nýjasta og sniðugasta á netinu en mæli engu að síður með þessu (ef það virkar).

Á morgun lendir þungaflutningavél á Kastrup með tvær íturvaxnar íslenskar kjötbollur sem ætla að gista hjá mér í vikunni. Ég geri ráð fyrir léttum þrengslum en það er í lagi.

Þá Tyrkinn er byrjaður að ryksuga. Yfir og út.

3 comments:

Anonymous said...

Gaman að fá þig til Íslands minn kæri, fáar en góðar stundir sem við áttum saman!!

Geir said...

Hvort tveggja á að skrifast með hástöfum: FÁAR og GÓÐAR.

Anonymous said...

Ok næst verða þær FLEIRI OG BETRI!

Láttu mig svo vita hvernig þér fannst bækurnar þegar þú hefur lokið þeim. (-boðháttur, þú mátt láta mig vita).