Wednesday, August 23, 2006

Breyttar áætlanir

Ferðaplanið er örlítið breytt. Ég verð fram á mánudag á Klakanum sem þýðir að ég næ Ölympics og er ákaflega glaður yfir því! Hlynur og vitaskuld Daði kóngur fá þakkir fyrir nauðsynlega hvatningu og góðmennsku, greiðamennsku og almenna fegursku (sem hér með er til sem nýtt orð í íslensku).

Þurrkurinn sem ég lofaði mér í seinustu færslu hefur haldið, maginn orðinn góður aftur og helgin handan við hornið. Allt eins og það á að vera.

Veðrið snarbatnaði skömmu eftir að breytt flugáætlun var ákveðin. Nema hvað.

Ég var búinn að gleyma því hvað pólitísk umræða á Íslandi er grunn, jafnvel grynnri en sú danska (þá er mikið sagt).

Megavika með megadrengjum kallar. Yfir og út.

1 comment:

Anonymous said...

Hey:
Mundu mig, ég man þig!

-Lifrin þín.