Wednesday, August 30, 2006

Blauta Danmörk

Enn einn flutningurinn innan vinnustaðarins nú að mestu afstaðinn. Mér fer bráðum að líða eins og Milton í myndinni Office Space.

Kannski ég reyni að finna hlutastarf fyrir næstu 2-3ja vikna Íslandsdvöl. Ég held að mér finnist betra að vera í fríi FRÁ venjulega vinnustaðnum en að vera í algjöru aðgerðarleysi á daginn.

Mikil rigning í Danaveldi eins og við var að búast og meira að segja þrumuveður í gærdag.

Lítur út fyrir ágætt samansafn af ferðalöngum til Köben á þessu misseri. Fallegu Strákarnir mínir hafa (flestir) lofað sér í nóvember, Fjármálaráðgjafinn er settur á okt.-nóv. einhvern tímann og Doktor Valur lætur líklega sjá sig einhvern laugardaginn. Á óskalistanum eru margir, t.d. flestir þátttakendur Ölympíuleikanna 2006, fyrrum kattareigandinn (og núverandi fátæki námsmaðurinn) í Firðinum og vel valin skyldmenni.

Danir skiptast áberandi í tvennt þegar kemur að því að kunna meta sælgætið Þrist.

Ruslritið Orðið á götunni segir að Björn Bjarnason sé "andlegur leiðtogi frjálshyggjuaflanna", þá væntanlega í Sjálfstæðisflokknum. Hvaða vitleysa er það eiginlega?! Þótt ég sé enginn Sjalli þá get ég ekki varist því að segja: Áfram Heiðrún!

Dagurinn í dag hefur verið mikill eirðarleysisdagur. Ég get varla tekið að mér fleiri verkefni því rétt handan við hornið er flóðbylgja þeirra og í millitíðinni er bara að reyna dunda sér við vanrækt smáverkefni. Ég skrifa varla alla viðverutímana á mig í dag. Samviskan leyfir ekki slíkt.

Vel grunnt í veskinu eftir Íslandsför en samt ekki eins grunnt og verstu spár gerðu ráð fyrir. Húrra fyrir því.

Ég býst við að Danmörk þyngist um kvart-tonn í dag. Sjáum hvort landið nái að halda sér á floti eftir það.

6 comments:

Anonymous said...

Pant fá mér einn öl með þér á strikinu einhvern tímann á tímabilinu 5-9 okt.

Ég lofa að hafa engan trefil með í för í þetta skiptið (vonandi verður þá ekki eins kalt og síðast) og býð þér kannski í partý "ala GunniogGunna" ef þú lofar aftur á móti að bíta ekki í rassinn á Gunnu aftur, þ.e.a.s ef þú vilt ekki fá svarað í sömu mynt eins og síðast frá eiginmannefninu honum Gunna.

Er það díll?

Geir said...

Ég lofa engu. Hirtu símanr. mitt af síðunni (ofarlega hægra megin) og vertu í bandi ef þú þorir!

PS. Trefill Stínu er á Íslandi núna. Details síðar.

Burkni said...

1. Hverjir eru í heimsókn?
2. Útskýra í fáum orðum fyrir þeim sem ekki veit (raunverulega) hver tengsl BB við frjálshyggjumenn og -stefnu eru, ef einhver.
3. Það sakar ekki að hafa útlitið með sér ... :D

Geir said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Geir said...

1. Daði digri og Svaka-Svenni eru í húsnæðisleit í Köben með tímabundið athvarf hjá mér.

2. Tengsl BB eru e.t.v. þau að frjálshyggjumenn hafa verið minna hrifnir af nafna mínum Haarde en BB, sem sagt hafa margir talið BB vera skárri af tveimur vondum kostum.

3. Já láttu mig þekkja það!

Anonymous said...

Timabundid athvarf?

Ef tu kallar golfid titt fram ad jolum timabundid athvarf er eg mjog sattur vid tig!

Takk fyrir appelsinid i morgun, alger naudsyn.