Thursday, May 04, 2006

Í lok vinnudags

Of mikill svefn gerir mann slappan. Of lítill svefn gerir mann dofinn. Svefn næturinnar, rétt rúmlega 6 tímar, hitti beint í mark hressleikans. Eða er það öðrum þáttum að þakka, svo sem hressleika í vinnufélögum, glampandi sól og hita, bjórtilhlökkun og því að á morgun er ferð á Nýhöfn beint eftir vinnu og teiti í mínum húsakynnum um kvöldið? (Reyndar haldið af Baldri sambýling en allir velkomnir segi ég!)

Ég kvíði mest fyrir því að þurfa fara út í jakka. Mun líklega neyðst til að halda á honum.

Í pólitíkinni er það helst í fréttum að það er ekki..
nútímalegt að neita alfarið að setja ribbaldakapítalismanum eðlilegar skorður á stjórnmálasviðinu. Það er gamaldags og forneskjulegt, já, og beinlínis háskalegt.
Líklega leiðir af þessu að það sé mjög nútímalegt að tala fyrir ríkisafskiptum af hinum frjálsa markaði. Vinstri = nútímalegt, hægri = gamaldags og háskalegt. Takk fyrir að benda á það, Ólafur Hannibalsson, nútímalegi.

Einn lélegur brandari fyrir fólk í námshugleiðingum:
Logic for beginners:
Knowledge is power
Power corrupts
Corruption is a crime
Crime does not pay
Therefore Knowledge does not pay. So why study? (#)

No comments: