Sunday, May 21, 2006

Sunnudagshugvekjan

Þá er hressandi grein um almenningssamgöngur komin á skrifborð ritstjórnar Fréttablaðsins. Ég hvet alla til að láta mig vita ef þeir rekast á smettið á mér á prenti. Ég nenni ómögulega að sækja dagblað á dag í tölvunni í leit að sjálfum mér og missi fyrir vikið af ýmislegu.

Sá samt auglýsingu frá Framsóknarflokknum áðan. Ég vissi alveg að það væri loforðafyllerí í gangi, en ExBé náði samt að slá mig út af laginu. Eru engin mörk á því hverju má lofa?!

Djamm með systur í gær var hressandi, sem lýsir sér í því að ég er ekki sá hressandi í dag. Núna er maður líka orðinn hjóleigandi (loksins?). Vonandi verður fáknum ekki stolið í þennan eina sólarhring sem ég er ekki með lykil að hjólageymslunni hérna. Það væri eftir öðru í mínum samskiptum við hjól í Danmörku.

Óþolandi fimmtudagur í þessari viku - uppstigningardagur! Verð að geyma hann fyrir verkefni sem ég get unnið án samstarfsmanna. Tók þannig vinnudag í gær og náði að gera meira á 5 tímum en á venjulegum 8-10 tíma degi.

No comments: