Thursday, May 18, 2006

Örhugleiðingar í amstri dagsins

Ég held að Ísland komi til með að sakna DV. Hver á núna að segja slúðrið? Hvaða fjölmiðill á nú að vera á milli tannanna á fólki? Verða Séð og heyrt og Hér og nú að einu gulu pressu Íslands? Verður eina gula pressa Íslands glanstímarit með myndum af fræga og fallega fólkinu?

Ég hef reiðst yfir vinnubrögðum DV og ég held að enginn fjölmiðill hafi haft öflugra markaðsaðhald en DV (það öflugt að blaðið hefur nánast verið lagt niður), en ég mun sakna þess í hversdagsumræðunni. Allir lásu það þegar þeir gátu, og allir sögðust ekki lesa það. Fallegt.

Í mínu starfi vísa ég aldrei í neitt sem heitir löggjöf eða reglugerðir. Olíuiðnaðurinn er með sína eigin staðla og viðmiðunarreglur sem engin löggjöf gæti nokkurn tímann fangað. Í raun vinn ég í "anarkíu" - ríkislausu umhverfi hins alþjóðlega olíuvinnsluheims. Fyrir vikið eru líka gerða kröfur um bæði gæði og gróða, en ekki bara annaðhvort eða hvorugt.

Bankinn er tilbúinn að lána mér fyrir íbúð upp á allt að 1,2 milljónir danskra króna. Í Kaupmannahöfn þýðir það 30-35 fermetra einstaklingsíbúð (1 herbergi, líklega opið eldhús). Dýr djöfull en ég held ég verði að hlýða kallinu.

Ísland fékk óvænta heimsókn í dag.

Á ég að skella mér í heimsókn í skóla litlu systur á laugardaginn og taka Eurovision-partý með tvítugum unglingum? Systirin auðvitað búinn að siða mann til eftir seinustu heimsókn. Haukur, ég sakna partýanna okkar!

Systir er vel á minnst alveg gríðarlipur penni með skemmtilegan stíl. Hvernig væri að blasta hana með kommentum nú þegar síðan hennar fer brátt að renna sitt skeið á enda?

Einkahúmor á vinnustað er ótakmörkuð auðlind.

Mikil skrifstofugredda í mér í dag. Ég þarf að finna einhverja stúlku á vinnustaðnum sem er til í að hoppa í felur með manni þegar náttúran kallar.

No comments: