Sunday, May 07, 2006

Næturbloggið

Kvöldið og nóttin þróaðist örlítið öðruvísi en ég reiknaði með þegar ég vaknaði í dag. Miðarnir mínir á Radiohead-tónleika voru víst fyrir sunnudagstónleikana svo ég vona að Óli og Svenni hafi drukkið einn fyrir mig og hlegið að þursaskapnum. Hef það samt mér til málsbóta að það var uppselt á báða tónleika og ég keypti bara það fyrsta sem losnaði. Spurning hvað maður gerir svo á morgun.

Rólegar helgarnætur eru ágætar og ég sé ekkert eftir þessari. Hressandi ævintýri lauslega planað, lifrin spöruð fyrir Kaupmannadvöl Daða, kók þambað, vindlingar reyktir, einn og einn grínþáttur tekinn, downloads, MSN (því miður engin Beta á næturvakt samt), blogg, planað, rifist og skammast, hlýtt á fyrirlestra, en fyrst og fremst kyrrseta.

Maí verður líklega mánuður frétta, en júní að minnsta kosti. Nokkrir bankar verða tilbúnir með íbúðarlána-svör auk þess sem svoleiðis mál verða rædd við barbapabba og viðtal við atvinnurekandann verður vonandi til þess að breyta útgreiddum launum eitthvað.

Furðuleg launastefna samt hjá þessu liði sem felst í því að gera allt nema borga há laun til að halda manni ánægðum, t.d. dæla í mann allskyns fríðindum og niðurgreiðslum, bjóða upp á svo gott sem ókeypis mötuneyti, stór og feit heilbrigðs- og líftrygging, tvær stórar starfsmannahátíðir á ári með óendanlegu magni af mat og áfengi, verkefnahópafyllerí, deildafyllerí, ódýrt áfengi í föstudagskjallaranum, allskyns dót (vasareiknar, UBS-minnislyklar), og líklega er ég að gleyma einhverju. En hvað get ég svo gert við allt þetta áfengi og glingur í fasteignaleitinni? Ekki nokkurn skapaðan hlut.

Maður lætur sig samt hafa það sem býðst núna (með ákveðnum neðri mörkum samt). Ég væri jú ekki í sósíalistaríkinu Danmörku ef ég væri of launafókuseraður. Læt bara ódýran bjór og sígarettur vega þetta upp með því að veita þessum varningi veglegt pláss í útgjöldum mínum. Ísland tekur við einhvern tímann og "pakkinn" sem því fylgir (konan, barnið, bíllinn, íbúðin, skuldirnar, fjarvera frá djamminu, reykleysi, áfengisfóbía). Allt í sóma með það.

Lítur út fyrir að ætla verða sólríkur dagur í dag og kannski Tívolí með litlu systur. Hæsta hringekja heims hljómar eins og áskorun!

3 comments:

Anonymous said...

Thu varst buinn ad lofa ad fara med mer i hringekjuna, buhu buhu...

Lofa, thu lofadir!

Eg er buinn einmitt ad lesa nokkrar greinar um vinnsustada salfraedi og stjornun og thar virdist alltaf vera komid nidur a sama punktinn.

Skv. konnunum eru launin ekki nr.1 i ad halda folki i vinnu. Oft er hugsad meira um taekifaeri til ad vinna sig upp, hvad folk er anaegt i vinnu og ymis onnur tilgangslaus mal sem er haegt ad na med thvi ad drekka sig haugafullan a fostudags og laugardagskveldum og berja konuna sina reglulega.

Anonymous said...

Lifrin mín öfundar þína í dag - áááts hvað það er erfitt að vera þunn.

Bruðl fyrirtækja til starfsmanna er af hinu góða tel ég - hressandi ævintýraferðir einnig!!!

Þvoglumæltar bluraðar næturhringingar í baði til fallegra manna í Köben eru aftur á móti ekki af hinu góða (skömmustukall).

Geir said...

Daði, loforðið stendur! Tívolí-förin bíður þín!

Laun eru auðvitað ekki nr. 1 til að halda í fólk, en miðað við starfsmannaveltuna hjá þessu liði þá er allt hitt heldur ekki að virka. Starfsmannastrúktúrinn er líka svo flatur að framboð millistjórnendastaða er ósköp takmarkaður.

Fjóla: Þetta var BARA hressandi og það er lokasvar!