Saturday, February 11, 2006

Færsla 1/2 (pólitík): Naglinn á höfðinu

Gaui held ég að hafi alveg hitt naglann á höfðuðið í hinu að-því-er-virðist stórpólitíska máli í kringum Múhammaðes-myndirnar:
Það er eins og þetta fólk hafi ekkert betra að gera en að vera reitt.
Þetta er að stóru leyti kórrétt. Í þessum löndum er svimandi hátt atvinnuleysi og enginn hagvöxtur (líklega nær hinu dáða "jafnvægi" sem Múrinn óskar eftir). Múslímar drekka heldur ekki sem er allajafna meðal evrópskra atvinnuleysingja til að halda sér frá stjórnlausu eirðarleysi. En fyrst og fremst ertu með stóra hópa atvinnuleysingja sem er hægt að mana upp í nánast hvað sem er með réttri taktík, og galdurinn er einnig sá að beina athyglinni svolítið til annarra landa en þeirra sem eru rót vandamálanna - heimalanda múslímanna sjálfra.

No comments: