Friday, February 17, 2006

Helgi?

Já strax komin helgi ótrúlegt en satt. Svefn hefur víst lítið með afköst að gera. Svefn, eða skortur á honum réttara sagt, er almennt séð lítið annað en nothæf afsökun til að halla sér að þegar annað er ekki alveg upp á sitt besta. Þetta er félagsfræðileg niðurstaða vikunnar.

Aldrei þessu vant var frétt um eitthvað sem tengist Íslandi í blaði í dag: Dagsbrún vill yfirfæra Fréttablaðs-hugmyndina á danskan markað, þ.e. að dreifa dagblaði endurgjaldslaust í heimahús. Ókeypis blöðin hérna fást yfirleitt bara á lestarstöðvum og í strætó og þau eru mest lesnu blöðin. Nú ætlar íslenska viðskiptamafían að storma inn með ókeypis heimadreifð blöð. Gott hjá þeim! Og já, Illum gengur víst frábærlega undir íslenskri stjórn. Danir kunna ekki að reka fyrirtæki, sýnilega.

Næ ég að hrista af mér slenið og drulla mér í lest? Næsti klukkutími leiðir það í ljós.

No comments: