Friday, February 10, 2006

Tvö ný orð

Á síðustu tveimur dögum hef ég lært tvö ný og sniðug orð sem segja ótrúlega mikið en eru samt ekki lengri en orð eru allajafna.

automagically
Að framkvæma einhverja aðgerð er svo auðvelt að eftir að hafa framkvæmt eina litla upphafsaðgerð þá tekur sjálfvirknin við og allt sem er eftir er að fylgjast með hlutunum klárast og framkvæmast af sjálfu sér, svona eins og fyrir töfra. Automagic!

guestimate
Ákveðin leið eða aðferð til að giska á eitthvað fremur en að meta það, t.d. tölu eða efniseiginleika eða hvað sem er.

No comments: