Tuesday, January 02, 2007

2007

Seinasta helgi ársins var hressandi. Fullur af hori og slími, hausverk og oft iðraverkjum reyndi ég að hella í mig áfengi við eins mörg tilefni og með eins mörgu fólki og heilsan leyfði. Ekki toppframmistaða en í góðu lagi.

Núna er ein helgi eftir á Íslandi og nokkrir virkir dagar fyrir hana. Stefna virku daganna er að halda uppi 10 tíma svefnmeðaltali á sólarhring að minnsta kosti og skoða vinnupóstinn í mesta lagi einu sinni á dag. Þeir sem vilja gera tilraun til að rífa mig úr sófanum er auðvitað velkomið að reyna það og mega alveg búast við jákvæðum viðbrögðum en frumkvæði er í algjöru lágmarki, því miður (eða sem betur fer?). Framkvæmdaglöðum, ofvirkum einstaklingum ætti að reynast þetta létt verk, svo dæmi sé tekið.

Engin áramótaheit strengjast hjá mér frekar en fyrri ár. Eitt finnst mér samt vera ljóst: Ég mun ekki eyða öllum mínum fríum á Klakanum á þessu ári. Jólin jú, og mjög líklega eitthvað stopp á Íslandi í sumar, en ekki mikið meira en það.

Ég ætla mér t.d. á Ólafsvöku í Færeyjum, heimsækja til frænku mína í Berlín og jafnvel skreppa til Svíþjóðar ef góð ástæða til þess kemur upp. Eru það ekki ágæt áramótaheit?

Svo er líka að vona að fólk haldi áfram að láta sjá sig í Köben, gista á Hótel Geir og drekka bjór með mér. Hver ætlar að gera það að sínu heiti?

6 comments:

Anonymous said...

Áskorun tekið :)

Anonymous said...

Ég heiti að koma. Hvað segirðu um helgina 10 feb, fæ ég gistingu hjá þér þá? Hvet Jóa Ben til að koma sömu helgi. Örvar

Geir said...

10 feb væri hið besta mál. Dragðu litla sæta hippastrákinn okkar endilega með þér!

Anonymous said...

Ég kem, veit ekki hvenær.

Frukka said...

Þeir geta tekið þetta til sín sem vilja en fjölskylduferðir til Köben eru afþakkaðar.

Í öðrum fréttum legg ég líka til eina stutta ferð til Grænlands á árinu, til að finna innri alkóhólistann í sér.

E.S: Ég sakna árlega áramótarheitisins: að drekka meira í ár en í fyrra.

Geir said...

Fröken Freyju þakka ég gott innlegg. Fjölskylduferðir afþakka ég ekki en set fyrirvara á viðveru mína í þeim.

Ég veit ekki hversu mikið meira áfengi ég get sett í mig á ársgrundvelli en ég skal reyna gera betur.

Grænlandsför er afþökkuð en Ólavsvaka í Færeyjum kemur innri alkanum sennilega langt áleiðis!