Monday, January 29, 2007

Ekki-nöldrið

Seinasta færsla var "nöldrið". Þá er komið að fagnaðarlátunum!

Hótel Geir hýsir nú vænan pilt, hugsjónarmanninn Lárus, á meðan hann kemur sér af götum Kaupmannahafnar og inn í eitthvert húsnæðið. Ljómandi gestur það og hillan mín einu kartoni og líter af vodka ríkari fyrir vikið.

Ákaflega ánægjuleg sending barst mér í pósti og lesefni því nægt í ófyrirsjáanlegan tíma. Eitthvað þarf samt að komast á blað sem afleiðing lestursins en það verður ekkert vandamál.

Núna er vika í að ég liggi heima með hausverk, ógleði í maganum og óljósar minningar af Superbowl-leik næturinnar. Ég hlakka til!

Spurning kvöldsins: Fæst borð á O'Learys annað kvöld? Þarf ég þá ekki að grafa upp svörtu peysuna með íslenska skjaldamerkinu sem hefur vermt botninn á skúffunni síðan Íslendingur á Moose hrópaði "heyyyy ííííslendingur" til mín fyrir að verða ári síðan? Gott ef ég hef ekki haldið mig frá Moose líka síðan þá.

Daði er lentur. Gott mál. Þungur og góður endir á alveg ljómandi degi.

1 comment:

Anonymous said...

Ekki gleyma rótunum!