Monday, January 29, 2007

Nöldrið

Ég spurði samstarfsfélaga hvað mun gerast þegar hunsaðar verða nýjar reglur sem banna reykingar í verksmiðju atvinnuveitanda míns til að koma til móts við ný "reykingalög" í Danmörku sem taka gildi í byrjun apríl. Svarið var í formi sniðugrar athugasemdar:

Det er lettere at få tilgivelse end tilladelse.

Sniðug athugasemd því hún er svo sorglega sönn. Oft er léttara að fá fyrirgefnu en leyfi fyrir einhverju, og er það ekki eitthvað sem vekur til umhugsunar? Starfsmönnum verksmiðjunnar verður sagt að þeir megi ekki reykja. Þegar þeir svo brjóta gegn því þá fá þeir líklega fyrirgefnu synda sinna og eftir nógu mörg atvik verður bara byrjað að líta framhjá reykingabanninu. Það er eitt að fólkið í þægilegu og vel launuðu skrifstofuvinnunni vilji reyklausan vinnustað en þegar fílabeinsturninn er notaður til að skima yfir vinnustaði annarra er hætt við að niðurstaðan verði eingöngu íbúum fílabeinsturnsins að skapi. Ég spyr bara; hvaða ónæði kemur af reykingum á 10.000 fermetra verksmiðjugólfi þar sem lofthæðin er vel yfir 10 metrar? Eitthvað meira en sem nemur ósætti allra viðstaddra við óvelkomið bann sem enginn óskaði eftir?

No comments: