Wednesday, January 24, 2007

Ungur enn!

Ætli ég láti ekki eftir mér eins og eina bloggfærslu núna. Lítið hefur verið um krassandi hráefni í spekingslegar færslur. Dagarnir rúlla framhjá með hóflegu kæruleysi af minni hálfu og febrúar heldur áfram að nálgast. Ekkert mikið um það að segja.

Ég keypti mér vetrarhelda skó um daginn í tilefni snjókomu og slabbs. Þá veit alþjóð það.

Vonandi hefur enginn staðið mig að því að skrifa að skoðanir annarra séu "argasta þvæla" á pólitískt vefrit eða í blaðagrein. Skoðanir sumra eru argasta þvæla, en oft er vænlegra til árangurs að benda á hvers vegna í stað þess bara að fullyrða það.

Svo virðist sem ég sé enn nógu ungur til að tilheyra "ungfrjálshyggjunni" - sjá hér. Húrra! Mér líður eins og einhver sé að spurja mig um skilríki í Ríkinu - ungum á ný! Eða er það einfeldingslegt af mér?

Loksins sé ég skynsamleg skrif (a.m.k. skemmtileg) um miðstöð ungra hryðjuverka- og ólátaunglinga í Kaupmannahöfn, Ungdomshuset: "Nej, disse unge voldelige personer kan få et hus på Grønland eller i det mindste flyttes væk fra boligområder. De har jo gang på gang vist, hvordan de ødelægger og smadrer ting og lemlæster vores gode og dygtige ordensmagt."

Á morgun mun ég sitja ásamt vinnuhópi sem ég tilheyri á fundi allan daginn. Átsj. Ég held að það sé ekki til kaffivél sem getur haldið mér með meðvitund svo lengi. Rúsinan í pylsuendanum er hittingur hópsins um kvöldið - fyrst á bar og svo veitingahúsi - þar sem áfengi og matur verður sett á reikning fyrirtækisins.

"Men nu vil jeg hjem. Jeg gider ikke mere." Ég geri orð Ole samstarfsmanni að mínum hér með!

No comments: