Saturday, July 21, 2007

Fríhelgi

Þessi helgi er fríhelgi, sú fyrsta í ansi langan tíma. Áfengismagni í blóði er haldið í lágmarki og utan við ölvunarástand, náttbuxurnar eru mest notuðu buxurnar og allskyns teikni- og bíómyndir fá að rúlla á tölvuskjánum.

Freistingin að skreppa til Óðinsvéa með Arnari og Inga var vissulega mikil, en ég varð einfaldlega að hlýða ákalli líkama míns um frí.

Transformers er mynd sem ég ætla að mæla með - fyrir stráka! Hana verður að sjá með svolítið sérstöku hugarfari en sé það til staðar þá er um prýðilega skemmtun að ræða! Engin Die Hard 4 en hasar engu að síður. Breiðtjaldið gerði góða hluti fyrir myndina, og félagsskapur í formi Dr. Aggú var ekki til að skemma fyrir.

Næsta mynd á bíóplaninu: The Simpsons Movie.

Sunnudagsplanið í þynnkuleysi er orðið ansi langt og samanstendur aðallega af vanræktum verkefnum sem þurfa frí frá vinnu og þynnkuleysi.

Getur einhver útskýrt á rökréttan hátt fyrir mér hvað veldur því að sumt fólk dregst að fólki sem er beinlínis óhollt fyrir andlega heilsu þess? Er það sama ástæða og dregur fólk að hinum gríðarvinsælu reykingamönnum (slæmt fyrir líkamlega heilsu) - spennan og óvissan og löggild og eilíf ástæða til að kvarta yfir einhverju í fari þeirra sem voru valdir í vinahópinn?

Getraun dagsins: 14. þáttur 1. seríu hvaða teiknimyndaflokks heitir "Countdown to Extinction"?

Nú er að hugleiða uppfærslu hinna bloggsíða minna. Í millitíðinni er planið heilalaust teiknimyndagláp til að slá á hættulega mikið ímyndunarafl mitt.

2 comments:

Anonymous said...

mig minnir að það hafa verið þáttur 12 í fyrstu seríu af Transformers

Geir said...

12. þáttur? Fjórtándi samkvæmt mínu safni en kannski það fari eftir flokkun.