Róleg vika fram á fimmtudagskvöld þegar ég hitti piltana mína aftur (núna vantaði Stebba í stað Aggú). Soffía á föstudagshádegi.
Skil daga og tíma eyðast nú...
Plotta með Orra. Brúðkaupið var æði (eftir smá seinkun í að komast í athöfn - dýrasti bjórinn á leiðinni - gríðarhressir gestir - herramaður og Björg að redda mat - bærinn kl 3 - elta typpið - súrt eftirpartý - hress leigubílstjóri). Gauti og Hjalti hressir í bænum. Sirkus. Aldrei heim fyrir kl 8 að morgni um helgina. Frændsystkynahittingur góður að venju. Kaffi-ofvirkni á föstudaginn. Stefánsson er vel heppnað kvikindi. Buzz með Burkna og Unni er góð afþreying. Matur hjá ömmu og afa klikkar aldrei. Hvassaleitið býður nú upp á bjór.
Þetta er frekar slitrótt en dugir fyrir mig. Núna tekur við afslappandi helgi með frídegi á morgun eftir næturflug og vinnu á fimmtudaginn og Örvar og Aggú koma í bæinn og út að borða á föstudaginn með þeim.
Gaui og Krissa eru vonandi ekki búin að veggfóðra og parketleggja íbúð mína með Hróaskeldudrullunni. Ég raunar enga trú á því. Fríið er hins vegar senn á enda og pökkun hefst innan skamms.
Takk fyrir mig Ísland og Íslendingar. Þetta er tvímælalaust búið að vera ein skemmtilegasta Íslandsdvöl mín hingað til!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment