Friday, July 13, 2007

Helgarnestið

FÖstudagur er runninn upp og þótt kroppurinn hafi verið sprækari þá er andinn í háum hæðum. Ekki bara var frábært að sötra og spjalla við Örvar og Aggú hina fallegu, gáfuðu og skemmtilegu pilta í gærkvöldi, heldur er tilhlökkun vegna kvöldsins í hámarki.

Ég virðist vera búinn að venja nýjasta manninn í minni grúppu (group) í vinnunni á að leita til mín fyrir ráð og heilræði og annað. Mjög gott. Leir til mótunar er alltaf vel þeginn!

Danir eru eina fólkið í heiminum sem tekur brosandi við sektum og byrjar jafnvel að spjalla um daginn og veginn við þann sem sektar. Eða gildir þetta um fleiri þjóðerni? Ég er ekki nógu veraldarvanur til að vita það.

MitEgo.dk/MMM er nýjasta afurð litlu aktívistagrúppunnar sem ég tilheyri (en hef verið óvirkur í síðan eftir áramót). Fallegt framtak hjá duglegu ungu fólki! (Já, ég er elstur þeirra sem hafa tekið beinan þátt í starfinu.)

Stærsta pöntun í sögu atvinnuveitanda míns hefur nú verið opinberuð. Nú er kátt í höllinni.

Mér gengur alveg ágætlega þessar vikurnar að breytast í gamlan, bitran, súran mann sem kvartar yfir öllu og skýtur á fólk með kaldhæðni og hörku. Niðurstaða þessarar umbreytingar á viðhorfi mínu til alls og allra er ekki komin á hreint, en vonandi er þess ekki langt að bíða.

Sem hluti af biturð og súrleika mínum sendi ég póst á ALLA í fyrirtækinu rétt í þessu og kvartaði yfir ákveðnu pirrandi fyrirbæri sem væri svo auðvelt að laga, ef bara fólk talaði við MIG! Nú er að sjá hver viðbrögðin verða!

Mýtubrjótur dagsins kemur sennilega mörgum á óvart, þá sérstaklega sjálfumglöðum Evrópubúum.

Jæja, nóg blaður. Ég þarf að rumpa af nokkrum smáverkefnum og svo er það hittingur með fallegu, kláru og skemmtilegu piltunum mínum! Yfir og út, eins og ónefnd snót segir gjarnan í lok samtals.

2 comments:

Anonymous said...

Þar sem ég hef búið þá hafa íbúar brugðist við sektum með því annað hvort að lemja þann sem sektar eða henda þeim beint í ruslið... En það segir kannski meira um það HVAR ég hef búið en HVERNIG þetta er í raun og veru...
B

Anonymous said...

Gamall, bitur og súr fyrir þrítugt, össsssssss!