Monday, July 16, 2007

Takk fyrir mig fallegu piltar!

"..no offense" - ný kynslóð brandara hefur fæðst!

Hægt er að nota tveggja svæða klipp á klippikortinu sínu til að koma tveimur mönnum áleiðis innan sama svæðis. Það er alveg spánýtt. Vantar bara að láta reyna á það!

Kollegípartý bauð upp á marga og góða endurfundi. Cafe Park bauð upp á mikil útgjöld og litla ánægju. H&M var tæmt af Superman-nærfötum. Transformers er kvikmynd vikunnar.

Piltunum mínum þakka ég kærlega fyrir stórgóða helgi! Spjallið var gott, sötrið var gott og þynnkan yfirstíganleg. Björg er yndi og Jenný er með þeim hressari sem finnast. Ég er alsæll maður og rúmlega það!

Á morgun tekur við grár hversdagsleikinn en ekki mjög lengi. Sólin er komin aftur til Köben (með einstaka þrumum og úrhelli inn á milli). Arnar er væntanlegur. Yfir og út!

6 comments:

Anonymous said...

Ég veit að þetta er offtopic hér, en það er hálfvandræðaleg villa í nýjasta pistlinum á Ósýnilegu höndinni, sem er annars stórgóður:

"Frjálshyggjumenn neita einfaldlega að setja frjálsan vilja ofar meintum hagsmunum..."

Ég held þetta eigi að vera "neðar", ekki "ofar".

Mikill sannleikur hér á ferð.

Góðar stundir.

Geir said...

Leiðréttist í hvelli! Ég þakka ábendingu.

Anonymous said...

Takk sömuleiðis myndarlegur, fyrir frábæra helgi. Örvar.

Anonymous said...

Og takk líka fyrir mig! Frábært að hitta þig aftur og gaman að hitta félaga þína. Vona að gangi vel í mannréttindabaráttunni á skrifstofunni, baráttunni fyrir hinum sjálfsögðu réttindum hvers vinnandi manns að fá almennilegt kaffi... minna má það nú ekki vera!! Kiss kiss!

Anonymous said...

Tusind tak og tak so meget!

Mikið ofboðslega er alltaf hressandi að hitta þig, þess vegna skora ég á annan hitting í kvöld!! Alvöru stelpudjamm og þú veist þú ert ein af okkur stelpunum.

Geir said...

Takk aftur fallega fólk!

Jenný, lexía dagsins:
Að segja við strák að hann sé "einn af stelpunum" er sennilega eina mögulega söluræðan sem lætur stelpudjamm líta út fyrir að vera slæm hugmynd!