Sunday, July 22, 2007

Skoðanakönnun

Sem greiði fyrir vinkonu vinkonu ætla ég að biðja fólk um að eyða 90 sekúndum af lífi sínu í að taka eftirfarandi skoðanakönnun:

http://www.questionpro.com/akira/TakeSurvey?id=616176

Svörin verða notuð sem hluti af meistaraverkefnisritgerð í þróunarfræðum.

DO IT!

12 comments:

Anonymous said...

Vond könnun!

Danmörk, Ísland og Finnland eru listuð sem hluti af þróunarríkjum...

Ég veit ekki margt um þessi mál, en það er hvergi minnst á doha samkomulag/samninginum eða álíka...

Þrándur

Anonymous said...

Það er málfræðilega rangt að segja "vond könnun".

Anonymous said...

Takk fyrir kommentið, þó neikvætt sé!

Ég hefði getað gefið ykkur endalausan lista með öllum alþjóðasamþykktum í þróunarmálum en ákvað að taka nokkrar af handahófi. Það er gott að þér finnist vanta Doha-samningaviðræðurnar inn í listann, það gefur í skyn að þú vitir samt eitthvað um þessi mál. Vona að þú vitir hvað Þúsaldarmarkmiðin eru, ólíkt 70% þeirra sem hafa tekið könnunina.
Hvergi er Danmörk, Ísland eða Finnland listað sem þróunarland, ég spyr hvaða landa þú hefur komið til og gef þér lista með öllum löndum í heiminum. Forritið sem ég nota býður ekki upp á að eyða löndum út af þessum fyrirframgefna lista.

Anonymous said...

Því miður þá þekki ég ekki þúsaldarmarkmiðin, per se. Kannski hef ég samt heyrt af þeim á ensku og þá í þessum fyrirlestri: http://www.ted.com/index.php/speakers/view/id/90 (neðst á síðu).

Málið er það að ég þekki ekki hvaða lönd teljast þróunarlönd og hver ekki í heiminum. Hver skilgreinir þetta og eftir hverju er farið? Þess vegna fannst mér leiðinlegt að löndin í listanum voru allur heimurinn en ekki bara þróunarríki.

Málfræðivísundinum er bent á að málfræðilega er rangt að nota erlendar gæsalappir í íslenskri tungu. Einnig minnir mig að það flokkist sem vond málnotkun að hefja setningar á orðinu ,,Það...´´ en það er ofnotkun á persónufornafni 3.p. eintölu.

Þrándur

-Hawk- said...

Ég ætla að gefa þessu 90 sek eins og þú sagðir....

Sjáum hvort ég nái að klára.

-Hawk- said...

Jæja tók kannski 120 sek (kannski bara af því ég kann ekki alveg að lesa)... en gerði þetta þó (þó ég vissi ekkert um hvað spurningarnar voru).

Gangi þér vel með þetta Guðrún

Anonymous said...

Frekar skondið þegar einhver ætlar að kenna mér reglur um notkun íslenskra gæsalappa. Finnst þér ekki, Geir?

Það flokkast ekki undir slæma málnotkun að hefja setningu á orðinu það!

Geir said...

Jæja elsku börnin mín, ekki þennan tón hér! Íslenska er sem betur fer mjög teygjanlegt tungumál og sitt sýnist hverjum - sem betur fer!

Könnunin er auðvitað ekki "fullkomin" en hún er að biðja um svör við ákveðnum spurningum höfundar hennar og þar við situr. Ég tel sjálfur að með því að stilla þessum ákveðnu spurningum (og valmöguleikum upp) en láta aðrar skyldar eiga sig bjóði upp á svolítið misvísandi mynd af hugarfari fólks, en ég vonast til að fá tækifæri til að renna yfir lokaafurðina á uppkastsstigi og ota mínum tota þar!

Kyssist nú og sættist, elsku þriðju persónu eignafalls börnin mín - með gæsalöppum!

Anonymous said...

Reglurnar eru skýrar.

Sum lyklaborð geta aftur á móti ekki framkvæmt ákveðnar skipanir. Heimskulegar athugasemdir eru óþolandi.

Geir said...

Ofurnjörðarnir halda inni Alt og skrifa 0132 og niðurstaðan er: „

Alt og 0147 framkallar: “

Þetta er hins vegar pjatt nema þeim mun meira sé verið að leggja í athugasemdirnar á bloggsíðunum.

Fleiri skemmtileg tákn:
http://www.vma.is/page2.asp?id=584
(góð síða að því leyti að hún er það fyrsta sem Google listar við leit að "sértáknin" og því alltaf gott að finna)

-Hawk- said...

Ég elska alla.

Unknown said...

Fáviska mín var opinberuð í nafnlausri könnun :)