Tuesday, September 05, 2006

Ég sé gólfið mitt aftur

Þá er barbafjölskyldan flutt að heiman og ég sé aftur í gólfið heima hjá mér.

Mikið las ég góðan punkt í þéttsetnum strætó í morgun: Þegar stjórnmálamaður segir að "almannavilji" sé fyrir einhverju en leggur jafnframt til að ríkið taki þetta eitthvað að sér, þá er hann að ljúga! Ef almenningur vildi í raun þá mundi hann, án aðstoðar atvinnumanna í því að túlka og knýja á því sem þeir kalla almannavilja. Kristaltært ekki satt?

Í dag kl 14 held ég ásamt litlum verkefnahópi í vinnunni norður til Frederiksværk til að sigla á kanó og síðar borða og væntanlega drekka (áfengi auðvitað, þetta er Danmörk). Ég er í engu stuði fyrir þetta en tók samt með mér nauðsynlegan útbúnað. Þarf bara að byggja upp stemmingu, ekki satt!

Rebekka rokkdrottning er fallegur einstaklingur.

Greyið hún Dóra í deildinni minni. Fyrir um ári síðan brotnaði hún niður af stressi (ofhlaðin bæði í vinnu og heima) núna stefnir í a.m.k. fjórða veikindafríið hennar vegna þess. Hún er augljóslega að berjast en áttar sig ekki á því þegar hún hefur tekið of mikið að sér og því fer sem fer, aftur og aftur.

George Constanza komst einu sinni að því að til að líta mjög upptekinn út væri nóg að sýnast vera mjög pirraður, og vera alltaf stuttur í spuna við fólk. Ég gerði tilraun um daginn þegar ég gat ekki unnið sökum þynnku og þreytu og niðurstöðurnar eru á einu máli: Þetta virkar!

Núna veit ég að ég er ekki lengur í fríi því ég er aftur byrjaður að setjast á postulínið á sama tíma á hverjum degi. Rútínan er hafin á ný.

Jæja, best að fara drukkna á kajak út á hafi.

5 comments:

Anonymous said...

Drukkna í bjór (hehe).

Geir said...

Eitthvað var minna drukkið af bjórnum en ég bjóst við. Ég held ég hafi haft metið með þrjú stykki.

Anonymous said...

Dagsatt þetta með meintan almannavilja. Deginum ljósara.

En á hinn bóginn brýst sannur almannavilji sjaldan fram sem slíkur, heldur þá frekar í formi einkaframtaks. Þeir sem eru á móti skrifa í blöð og gera athugasemdir við skipulagsstofnun o.þ.h.

Eiginlegur almannavilji sést á fáum stöðum - nema þá helst til að kjósa Magna. Magnað.

Þrándur.

Geir said...

Einfalt dæmi um "almannavilja" eru vinsældir Coca Cola í sjoppum landsins. Almenningur vill kók og lætur verkin tala og kaupir það.

Dæmi um eitthvað sem er kallað almannavilji en er það ekki er bygging stórra tónlistarhúsa. Greinilegt að almenningur er ekki tilbúinn að eyða nógu miklu fé í tónlist til að standa undir byggingu slíks og því þarf að draga fram vopn skattheimtu og lagasetningar til að knýja meintum almannavilja á.

Anonymous said...

þú minnist aldrei á mig í þessu bloggi þínu.. minntist ekkert á að hafa hitt mig á djamminu né að ég væri að koma í heimsókn

geir þú elskar mig ekkert lengur!