Tuesday, September 26, 2006

Molar í amstri dagsins

Stjóri sannfærði mig um að ég hefði gott af fríi á fimmtudaginn og öli á fimmtudagskvöldið. Ég er hættur að mótmæla kæruleysinu.

Sverrir Jakobsson hlýtur að hafa látið okra á sér þegar hann fór seinast á súlustað.

"Súludans má aðeins ræða í einu samhengi - samhengi frjálsra viðskipta og rétti karla til að hafa lífsviðurværi af því að sýna öðrum körlum berar konur. Sverrir Jakobsson er hræsnari og tilheyrir hreyfingu þeirrar gerðar femínista sem þagði áberandi hátt þegar eiginkonur og mæður Íslands fóru á Broadway að glápa á bera karlmenn. En súludans má aðeins ræða í samhengi að skapi Sverris svo ég hætti núna (er það þess vegna sem Broadway+Chippendales var aldrei rætt? Af því það var ekki í samhengi sem Sverrir samþykkti?).

Skynsemin í góðu stuði í dag og kemur í stað pirrings í gær.

Ég þarf greinilega að passa mig á því hvað ég segi um sumt við suma. Ég er hugsanlega brennt barn en ég gleymi alltaf að forðast eldinn. Titla-, typpa-, tíkóspena- og tekjutog á að vera skemmtilegt, ekki leiða til leiðinda.

Macroar eru snilld.

7 tíma svefn sem hefst fyrir miðnætti er mitt optimum. Verst að svefni verði fórnað fyrir bolta í kvöld.

Ég lærði nýtt orð í gær: Ejerskiftgebyr. Þar áður lærði ég orðið: Ejendomsskat. Ég kann einnig orðið: Fællesudgifter (sem m.a. fara í að borga verkamönnum fyrir að sitja, reykja og drekka í vinnuskúr fyrir utan bygginguna sem ég bý í). Allt mjög góð orð.

Eingöngu danska skattkerfinu dettur í hug að senda manni ítrekun á einhverju sem þeir rukkuðu aldrei fyrir til að byrja með. Ætli þetta sé ný tekjuleið opinberra stofnana til að komast fram hjá skattastoppi yfirvalda?

Í lok dags: Setja einn herstein af stað í tölvunni og vona að eitthvað sé tilbúið í fyrramálið.

1 comment:

Anonymous said...

Verði þér af því...