Wednesday, September 06, 2006

Rúst í kvöld

Í kvöld mun Ísland sigra danska landsliðið í fótbolta og ég ætla að sjá það í beinni útsendingu á breiðtjaldi á meðan bjórinn streymir, Daði öskrar og Svenni gólar. Vonandi verða margir Danir á O'Learys í kvöld til að sjá landslið sitt lúta í lægra haldi.

Skattkerfi Danmerkur er alveg stórfurðulegt. Ég er ekki fyrr búinn að panta mér nettengingu sem ég borga af skattstofni mínum (og lækka þannig skattbyrðina og nettóverð nettengingarinnar) fyrr en ég kemst að því að ég get gert hið sama með... strætókortið! Hvað fleira ætli ég geti dregið af skattstofninum til að leggja örugglega minna af mörkum til stjórnmálamanna? (Ekki einu sinni reyna að segja mér að skatturinn renni til "samfélagsins"!)

Í blaðagrein í einu dagblaðinu var vinstrimaður að boða skattalækkanir á atvinnulífið til að leysa af frumskóg styrkja og annarra skattfjármagnaðra útdeilinga til atvinnulífsins. Ótrúlega hressandi að sjá svona lagað. Það eru jú oftar en ekki skattarnir sem gera það að verkum að fólk þarf á allskyns bótum og greiðslum að halda.

Menningarnótt Geirs Ágústssonar í boði .is sem er og verður elskuð, dýrkuð og dáð af mér (þrátt fyrir að hún spili baddíngton).

Kaffibollinn minn var þveginn að innan um daginn. Núna bragðast kaffið úr honum illa, eiginlega flatt. Seinast þegar einhver þvoði kaffibollann minn að innan tók næstum 2 mánuði að byggja upp almennilega skán aftur. Af hverju gerir fólk mér þennan grikk?!

Danir eru einfeldingar. Við sem fengum sundferð í kajakleikfimi gærdagsins erum búnir að heyra sama brandarann frá öllum brandaraköllunum á vinnustaðnum (sérstaklega þeim sem voru ekki á svæðinu): "Hó, hó ég heyrði að þú hefðir dottið í vatnið í gær, hó hó skoða fiskana?" Færri hafa minnst á hetjudáð mína, að leggja mun stærri og digrari menn í súmóglímu.

Block með Machine Head er yndisleg stemming.

Af einhverjum ástæðum grunar mig að ég muni búa í Vesturbænum eftir 4 ár. Skrýtin tilfinning.

Sommerfest á föstudaginn og spurningin er þessi: Á ég að skemmta mér eða tala við kvenfólk?

9 comments:

Anonymous said...

Skatturinn rennur til samfélagsins. Ekki eyðileggja kvöldið með því að tala við kvenfólk, það borgar sig ekki.

Geir said...

Glæpir renna líka til samfélagsins en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað jákvætt.

Ég talaði ekki við neinn kvenmann og skemmti mér ágætlega.

Anonymous said...

Kvennmenn gera líf karlmanna bærilegt, karlmenn gera aftur á móti líf kvenna böl.

Bannað að dreifa símanúmeri mínu hr. Geir!!!

Vesturbærinn rokkar, ekki spurning.

Ingigerður said...

Ef þú vilt fleiri myndir frá menningarnótt, þá luma ég á nokkrum. ;)

Anonymous said...

takk;)

-Hawk- said...

Hey Geir... hvað er síminn hjá Fjólu???

Anonymous said...

Já, símann hjá Fjólu takk.

Anonymous said...

Hahahaha fyndnir strákar!!!

Geir farðu svo að nettengja þig.....

Geir said...

Ég held það yrði ágæt félagsfræðitilraun að sjá hvað verður um númer þitt ef það er uppgefið. Hef samt meiri áhuga á að halda lífi en gera félagsfræðitilraunir.