Friday, September 22, 2006

Vikan nú að baki er

"Casual Friday" er snilldarþema (vikulegt) hjá nokkrum piltum í næstu deild. Á föstudögum mæta þeir í skyrtu og helst með bindi og annað felst ekki í því. Gefur ákveðna stemmingu óneitanlega.

Vonbrigði fyrir Flokkinn (ef hann vill halda áfram að rúma hugsjónafólk) segi ég en kannski breytist samt eitthvað til batnaðar eftir að Bulli Thorvalds er horfinn á braut. Ég vona bara að HLM reyni aftur að ári.

Kaffihús og hressandi tónlist í góðum félagsskap skilar manni ekki beint úthvíldum í vinnuna daginn eftir en þó í góðu skapi.

Daða er þakkað fyrir ágæta sendingu sem að hluta til prýðir mig í dag. Ölvun er vissulega fyrirbæri sem gæti útskýrt árangur kommúnískra stjórnarherra í gegnum tíðina (fyrir utan að hafa handónýta hugmyndafræði til að .

Fair Trade = svikamylla og fölsk samviskubitsslökkvun. Vona lesendur þessa pistils hafi í huga að það er engum greiði gerður með því að borga aukalega fyrir eitthvað sem skilar sér hvort eð er aldrei á tilætlaðan áfangastað.

Einn bjór á föstudagsbarnum og svo heim að þvo og hver veit nema ég skreppi á Singapore Sling á Loppen ef einhverjir miðar eru enn eftir. Dugnaðurinn að drepa mann.

1 comment:

Anonymous said...

Enginn maður með heila hugsun styður Fair Trade, hvaðþá þegar Body Shop og L'Oreal setur það á vörurnar sýnar. Þetta er svikamylla. Það er staðfest Geir!