Monday, September 11, 2006

Helvítis helvíti

Það ætlar EKKI að ganga að fá sér nettengingu heima í landi pappíra og óstarfhæfra tæknimanna. Enn einu sinni er ég hættur við netþjónustu og enn og aftur stilli ég mér aftast í röðina hjá nýrri. Ekki spurja af hverju. Svona verður það að vera en líklega í seinasta skipti! Netlaus enn um sinn.
Kannski bara allt í lagi; næ þá kannski að komast yfir lesefni sem ég fékk frá Íslandi. Verst að útlánandi hvarf meira og minna með nettengingunni heima við.

Ég er að finna fyrir hættulegu hugarfari á vinnustaðnum: Dagarnir eru byrjaðir að endurtaka sig! Þetta á að vísu bara við um verkefnin. Fólkið hefur alltaf eitthvað nýtt að segja. Held ég verði samt að þrauka í nokkrar vikur af endurtekningum í viðbót á meðan við sönnum fyrir Frökkum að framleiðsla okkar haldi í 20+ ár.

Flugfreyjur eru hressandi (ofmálaðar en hressandi; ekki hressasta fólkið en hressandi). Sömuleiðis Barbafjölskyldan og Beggi með bakpokann með nammidrykkjunum góðu.

Nú er eins gott að EKKERT sé á döfinni helgina 23.-24. september því ég ætla að vera hérna!

Heimildamyndin Confronting the Evidence er mjög áhrifarík, bæði sem annað sjónarhorn á flugárekstra 9/11 og sem kosningamyndband fyrir bandaríska Demókrataflokkinn. Ég læt þó ekki hið síðara eyðileggja hið fyrra sem er í alla staði vel unnið.

Hvítu nýrun létu, að sögn, sjá sig á föstudaginn. Fólk sem mætir með bókina á djammið verður efst á aftökulistanum þegar byltingin er skollin á!

Ég gefst snemma upp í vinnu í dag og hananú.

3 comments:

Anonymous said...

Andhófsmenn gáfu mér eintak af Confronting the Evidence fyrir um það bil ári síðan - ef einhver sem býr á Íslandi og er að lesa þetta hefur áhuga á að fá hana að láni er það minnsta málið.

Þetta er mjög áhugaverð mynd sem skildi eftir ansi margar spurningar (sem ég er enn að velta fyrir mér).

Geir said...

Svo eru aðrar auðveldar spurningar sem fá engin svör:
- Saknar einhver eða saknar ekki einhver farþega úr umræddum þotum sem voru eða voru ekki farþegaþotur eða þotur yfirleitt?
- Saknar einhver flugmannanna ef einhverjir voru?
- Fundust púðurleifar sem styðja þá kenningu að WTC turnarnir hafi verið teknir niður með sprengiefni?
- Þegar Osama hrósaði sér (eða sínum) beint og/eða óbeint fyrir árásirnar var hann þá bara pólitískt snjall eða hreint og klárt vitlaus að bjarga repúblikönum USA frá ásökunum?
...osfrv

En myndinni mæli ég samt með.

Anonymous said...

Það er til myndband með flugmönnunum þar sem þeir eru að kveðja fjölskyldur sínar og Osama er að dásama þá fyrir þessa miklu hetjudáð sem þeir eru að fara í........þetta myndband komst í hendur alþjóðasamfélagsins eftir að heimildamyndin koma út!! Þetta grefur undan kenningunum í myndinni um að engir hafi verið flugmennirnir.......og þó!