Saturday, September 30, 2006

Þá gerðist það loksins: Vinnuferð til útlanda. Ekki mjög löng ferð - réttur sólarhringur, og ekki mjög spennandi dagskrá - langur fundur með yfirverktaka okkar í einu verkefninu, en París, Frakkland er það nú samt. Miðvikudagskvöld-fimmtudagskvöld.

Innflutningsteiti á Barbastöðum í gær var hressandi. Nýr titilhafi að titlinum "leiðinlegasta manneskja heims" fannst. Henni verður skipulega haldið frá mannamótum héðan í frá. Á móti kemur að Ingimar heillaði allt og alla upp úr skónum (sérstaklega Daða) og er hér með settur á skyldumætingarlistann í allt.

Nóvember verður gestkvæmur svo ekki sé meira sagt. Púslin virðast samt ætla raðast rétt og því góðir tímar í vændum. Hlynur mun svo heiðra okkur Dana-raftana um næstu helgi. Ljómandi.

Núna er það sturta og svo afmæli hjá ágætum herramanni í föruneyti ágætrar snótar sem ég erfði af Jóa nokkrum Ben og væntanlegir einnig er Barbafjölskyldan. Yfir og út!

4 comments:

Anonymous said...

París er æði, í þínum sporum myndi ég reyna að lengja ferðina og njóta hennar.

Geir said...

Get því miður ekki verið frá vinnu á föstudaginn því þá er komið að mér að kaupa morgunmat handa deildinni. Maður skreppur þá bara aftur ef þannig liggur á manni.

Anonymous said...

Alltaf ákveðin upphafning að fara til útlanda á vegum vinnu. Til lukku með það.

Parrle' vúú franse?

Besser

Anonymous said...

Það er eins gott að það verði ekki einhver illa lyktandi mannverupest frá öðrum bæjarhluta en 110 í íbúðinni þinni helgina 17-19 nóv! Örvar