Tuesday, August 09, 2005

Farfuglarnir koma alltaf til baka

Nú fara skólar að byrja og farfuglarnir sem flúðu í hlýjan foreldrafaðm í sumar, til lengri eða skemmri tíma, koma nú til baka hver af öðrum. Dæmi: [1|2|3|4]. Mikið finnst mér gott að vera ekki lengur háður skólamisserum en auðvitað var fínt að vera námsmaður. Hins vegar byrjar skuldasöfnun, stanslaus heimaverkefni, margar fjarri því samviskulausar helgar að taka sinn toll þegar á efri árin er komin (haltur gamlingi eins og ég ætti að þekkja það).

En ekki er allt illt við skólalífið og djammið er þar á meðal. Er ekki alltaf tilefni til djamms á haustdögum?

Hvenær ætlar Haukurinn að hætta þessari Íslandsvitleysu og koma "heim"? Má til með að stela mynd frá Hauki sem lýsir ýmsum veigamiklum augnablikum á dæmigerðum degi hjá mér:

No comments: