Wednesday, August 17, 2005

Ísland á morgun

Þá er það bara Ísland á morgun og ekkert með það. Í millitíðinni er nóg að gera fyrir utan að þurfa pakka. Í kvöld kemur fólk í heimsókn til að kíkja á herbergin sem ég þarf að fylla fyrir 1. september (tvö eftir af fjórum), sem þýðir líklega einhverja tiltekt. Ég vogaði mér að segja við yfirmanninn að ég hefði ekki nóg að gera svo verkefnin streymdu til mín og fylla nú ágætlega á skrifborðinu. Ýmis smámál þarf einnig að afgreiða, t.d. að kaupa 2 L vatnsflösku og fylla 2/3 hluta hennar með vodka. Allir ættu að vita til hvers það er.

Er einhver sem getur tekið á móti faxi og væri til í að lána mér 1000 kr og hitta mig til lengri eða skemmri tíma um leið og ég kem í bæinn einhvern tímann fyrir miðnætti annað kvöld? Ef svo er þá mundi ég senda þeim hinum sama fax sem gæfi viðkomandi leyfi til að fara í næstu verslun Og Vodafone og fá útbúið SIM-kort fyrir gamla góða símanúmerið mitt 694 8954. Ef það gengur ekki þá sætti ég mig símaleysið fram á föstudag og held að það sé allt í lagi. Hitt væri samt draumurinn. Ég borga auðvitað 1000 krónurnar og splæsi á bjór á barnum.

Munið svo að lesa DV á föstudaginn.

3 comments:

Ingigerður said...

Ef þú ert með pláss í töskunni þá vantar Eddu systur nauðsynlega að flytja smá dót til Íslands. Hún er í síma +45 26135431. Henni þætti eflaust mjög vænt um það.
Svo missi ég af þér hér kæri frændi því ég þarf að skreppa til Lúx, fer á eftir og kem ekki aftur fyrr en á þriðjudag næsta. Bömmer! Ég verð bara að kíkja til Köben fljótlega og heilsa upp á þig í staðinn.
Góða skemmtun á klakanum! (Allt ógeðslega dýrt hérna og ömurlegt veður!!)

-Hawk- said...

Bjór á bar er alltaf mjög gaman og freistandi. Og það er ogVodafon verslun við hliðina á þar sem ég vinn.

Þori þó ekki að gera neitt fyrr en þú hefur samband. Er á messenger í allan dag :)

Geir said...

Ingigerður já það verður þú að gera og hananú!