Wednesday, August 31, 2005

Það hefst

Þetta er allt að hafast á öllum vígstöðvum. Gríðarleg törn í vinnunni er örlítið byrjuð að slaka á, grein er útsend og ætti að birtast fljótlega, fjórar manneskjur flytja út í dag og aðrar fjórar inn, og sólin skín sem aldrei fyrr. Þetta er svo ágætt allt saman.

Haustferð með gríðarlega miklum snillingum hljómar ákaflega vel. Make it happen!

Eru einhver skaðleg langtímaáhrif af mikilli daglegri neyslu sænsks munntóbaks? Mér er sagt að svo sé ekki. Reyndar sagði ég sjálfum mér það, en er einhver ósammála?

Jólagjöfin í ár: The Capitalist Manifesto. Hver ætlar að gefa mér hana? Önnur betri spurning: Get ég beðið til jóla með að eignast gripinn? Ég efast um það. Ef ég get ekki beðið þá má alltaf gefa mér boli í staðinn.

No comments: