Monday, August 15, 2005

Molar A

Ljómandi helgi afstaðin með fullt af svefni, nokkrum bjórum og feykinóg af útgjöldum að baki. Ísland á fimmtudagskvöld er byrjað að kitla.

Þetta er furðuleg grein úr herbúðum Vinstri-grænna. Ef einhver hópur stuðningsmanna er liðshollur án tillits til reynslu og röksemda þá eru það kjósendur VG.

Allir flettu vonandi á bls. 12 í Fréttablaði síðasta laugardags. Ef ekki má gera bragarbót á með því að smella hér. Ég er alltaf opinn fyrir innblæstri ef einhver hefur upp á slíkt að bjóða (nema ég geti klárað eitthvað af þeim tug uppkasta sem ég hef hjá mér í bili).
Þáttaskil urðu í löngum og ströngum viðræðum milli R-listaflokkanna í fyrradag, þegar viðræðunefndin hætti störfum og skilaði umboði sínu. Ekki náðist samkomulag milli nefndarmanna um tillögurnar og var það grundvallaratriði sem menn sættust ekki á, en það var jafnræði milli flokkanna og sjálfstæði þeirra. (#)
Þá fékkst það loksins staðfest: Grundvallaratriði í viðræðum R-listaflokkanna var valdaskipting. Stefnan er aukaatriði ef bara er hægt að halda völdum. Gömul sannindi í augum margra en ný í augum sumra.

Mikið afskaplega eru bolir lengi að berast manni frá Bandaríkjunum. Er þetta eðlilegt? Pantað 1. ágúst og enn ekkert komið. Þetta staðfestir kenningu mína um einhver alheimssamtök séu að reyna afmá mig úr samfélaginu.

No comments: