Tuesday, August 09, 2005

Sól

Já sólin er komin aftur til Danmerkur, og ég haltra ekki svo mikið að ráði. Allt á uppleið virðist vera. Vonandi berast góðar fréttir vegna komandi helgar einnig fljótlega.

Ísland nálgast. Reyndar er ég langt kominn með að skipuleggja jólafríið. Ísland í 2 vikur eins og það lítur út í dag.

Máltæki dagsins:
Vinnuskjal án kaffibletta er eins og eyðublað án undirskriftar.

Machine Head olli svo mikilli afkastaaukningu í morgun að ég er að lenda í vandræðum með að grafa upp verkefni. Skjöl sem eiga ekki að klárast fyrr en í október eru langt komin og samstarfsmenn farnir að lenda í mér reka á eftir einhverju sem ekkert liggur á. Nú veit ég af hverju fólk setti sig upp á móti þungarokki á sínum tíma - það veldur einfaldlega of mikilli afkastaaukningu og brýtur upp gömul vinnubrögð rólegheita og afslöppunar.

2 comments:

Anonymous said...

Mér heyrist þú vera í ágætri samningsaðstöðu m.t.t. launaviðtals ef þú metur stöðuna þína rétt.

Besser

Geir said...

Ég er nú búinn að fá að heyra að 14 daga uppsagnarfrestur 3ja mánaða reynslutímabilsins verður ekki nýttur, en launin eru svo allt annar handleggur og næsta skref í umræðum væntanlega.