Saturday, October 15, 2005

Alvöru

Í gær talaði ég við vinnufélaga sem sagði nokkuð sem í raun liggur bak við allt sem vinstrimenn segja, en er aldrei sagt opinberlega: "Ég er hlynntur því að fólki sé mikið stjórnað af ríkinu, því ég held að flest fólk sé of vitlaust til að stjórna sínu eigin lífi." Þetta sagði hann í samhengi við heilbrigðistryggingar og menntastofnanir. Vinstrimenn telja hins vegar sjálfa sig vera snjallari en aðra, og að ekki þurfi að stjórna þeim neitt sérstaklega heldur bara öllum hinum vitleysingunum.

Ætli þessi þankagangur sé ekki ástæða þess að vinstrimenn eru víða í útlöndunum einfaldlega kallaðir elítistar?

2 comments:

Anonymous said...

Ég held að elítistar séu svolítið annað en stjórnsemisbrjálæðingar.

Ég gæti haft rangt fyrir mér (enda ekki einlægur vinstrimaður).

Þrándur.

Anonymous said...

Elite í wow eru ansi hættuleg skrýmsli.