Thursday, October 20, 2005

Niðurtalningin er hafin

Ég á víst frí á morgun í vinnunni. Ég er samt svo óralangt fjarri því að vera með hugann við það (ef undan er skilin þessi bloggfærsla). Á milli mín og langrar helgi er heilt fjall af misáríðandi verkefnum, og fundur sem mér er sagt að geti auðveldlega orðið þeir fjórir tímar sem hann er skrifaður á planinu til að vera. Þar þarf ég meira að segja að útskýra eitthvað sem ég hef gert.

En þetta hlýtur allt að verða þess virði. Maður á nefninlega ekki að fara í frí með góðri samvisku er það?

Að öðru, að þá sé ég núna að trúverðugleiki Seðlabankans hefur nú aukist til muna. Ástæðan er sú að Ingibjörg Sólrún hefur ákveðið að draga sig úr bankaráði hans. Trúverðugleikinn eykst ekki af þeim ástæðum sem hún nefnir. Hann eykst af því hún sem persóna og pólitískur vindhani dregur sig nú úr bankaráði.

Margar konur hafa nú ákveðið að leggja niður vinnu á vikudegi til að sýna umheiminum af hverju karlmenn þéna almennt meira en konur. Ástæðan er sú að karlmenn vinna almennt lengur en konur. Vonandi fá konur sem taka sér frí hressilegan mínus í næstu launaávísun til að undirstrika þetta.

Hérna er baunað skemmtilega á Íslendinga. Vonandi er þetta samt ekki alþjóðlegur orðstír Frónbúa.

Fyrir áhugamenn um heimsfrið: "Everyone approves of democracy, but "capitalism" is often a dirty word. However, in recent decades, an increasing number of people have rediscovered the economic virtues of the "invisible hand" of free markets. We now have an additional benefit of economic freedom - international peace." Kapítalimi = friður. Þá hafa tölurnar loksins staðfest það sem hugsuðir og heimspekingar af ákveðnum væng stjórnmálanna hafa sagt í aldaraðir.

5 comments:

Ingigerður said...

"Vonandi fá konur MÍNUS í launaseðilinn"?!! Það er staðreynd að karlmenn fá hærri laun og þá erum við ekki að tala um yfirvinnuna!! Og for your info, þá hef ég ekki unnið á neinum vinnustað þar sem karlmennirnir vinna lengur en ég!
Nú er ég ekki kvenremba, en þessi launamismunur sem ER til staðar er verðugt málefni til að berjast fyrir! Auðvitað labbar maður út og fer í kröfugöngu niðrí bæ.
Þú ert alltof ungur til að vera karlremba! Afa fyrirgefst það en ekki þér! :(

Anonymous said...

ISG var einmitt í fréttum fyrir störf sín í þessari nefnd.

Held að það hafi verið vegna besta árangurs innan kategoríunnar "slakasta mætingin".

Hún hefur hugsanlega verið of upptekin við að skipuleggja kröfugönguna :P

Þrándur.

Soffía said...

Geir Ágústsson, þú hefur orðið þér til minnkunar með þessari færslu og pistlinum sem birtist í DV í dag. Kvenfyrirlitning skín í gegn um skrifin - amk les ég það út úr skrifunum, þetta með vinnutímann er útúrsnúningur hjá þér. Þú gerir virkilega lítið úr þessari baráttu fyrir launajafnrétti. Skammastu þín! Annars er viðvera á vinnustað ekki endilega jöfn afköstum, rannsóknir hafa sýnt að ef launakerfi er breytt úr dagvinnu+yfirvinnu í heildarlaun þ.s. yfirvinna er ekki greidd sérstaklega þá minnkar viðvera á vinnustað en afköstin ekki!

Anonymous said...

Svona órökstuddar karlrembuyfirlýsingar eru þér til minnkunnar og draga úr trúverðugleika skoðanna þinna á öðrum málum.

Valla

Anonymous said...

Snillingur

Ég er hjartanlega sammála þér, aldrei mun ég ráða kvennmann á minn vinnustað.

En varðandi kapitalisma sem heimsfrið þá velti ég því fyrir mér hvenær ég á að taka þig niður til afríku og sýna þér hvað kapítalismi gerir raunverulega þegar hann er settur fram sem lausn.

Hvenær ertu laus, bíð fram húsnæði og leiðsögn.

Og skammastu þín Soffía, að væna Geir um að láta kvennfyrirlitningu skína í gegnum grein hans. Hún skín ekki, hún öskrar móti þér og gerð úr flóðljósum.