Thursday, October 06, 2005

Blóðið hefur yfirgefið hausinn

Pakksaddur eftir hádegismat og allt blóð hefur yfirgefið hausinn til að taka þátt í meltingarferlinu. Hvað er hægt að gera í heilaleysinu? Nú auðvitað blogga... og skrifa í DV.

Alltaf er jafnánægjulegt og óvænt að sjá hverjir fylla teljarasúlur Ósýnilegu handarinnar. Þetta er ekki mest lest síða landsins en tvímælalaust sú eina sinnar tegundar þegar kemur að því að taka á málum út frá föstum grundvallaratriðum. Já, þetta leyfi ég mér að segja og segja þótt ég segi sjálfur frá.

Annars er maður búinn að reyna fylgjast með stóra bláa flokknum á Íslandi þótt erfitt sé að skilja hið rétta frá hinu ranga. Mínar fljótfærnislegu ályktanir eru eftirfarandi:
  • Sjálfstæðisflokkurinn er kominn töluvert nær miðjumoðinu en hann var fyrir mánuði síðan, og þá var hann kominn töluvert nær en fyrir ári síðan, og þá var hann kominn töluvert nær en fyrir 2-3 árum síðan.
  • SUS er komin nær miðjunni en hún var.
  • Heimdallur er undir stjórn vinstrimanns og það mun hafa gríðarleg áhrif á félagið þegar fram líða stundir, og hefur reyndar haft mjög mikil áhrif á einu ári.
Allt þetta hefur í sjálfu sér lítil persónuleg áhrif á mig, en maður hreinlega óttast hvað kemur fyrir Ísland ef þetta er viðhorfsbreytingin í eina vígi hægrimanna á Alþingi.

Það var þá ekki fleira að sinni.

No comments: