Wednesday, October 05, 2005

Fundamaraþon

Einhverjum þykir eflaust ekki mikið til að sitja fjóra fundi í samtals 3 klst, en ég er orðinn rækilega fundamettur í dag. Núna loksins getur vinna hafist (með tilheyrandi bloggfærslu auðvitað).

Greinarhugmyndirnar hafa streymt inn og ég þakka fyrir það. Minnislistinn í bili:
  • Meðalmennskudýrkunin - hvernig meirihlutinn reynir að draga þá sem skara fram úr niður á meðalplanið, án þess þó að meðalplanið sé eitthvað sérstakt takmark meirihlutans.
  • Tjörnin sem byggingarsvæði - hví ekki?
  • Heilbrigðiskerfi markaðsins - dæmi um eitthvað sem virkar.
  • Samkeppnisstofnun - af hverju er hún ónauðsynlegt bákn, jafnvel þótt einn risastór aðili ráði öllu á ákveðnum markaði?
  • Sjávarútvegsgrein.
  • Fjölmiðlalög - eins og að henda grjóti í höfnina sína til að minnka stærð skipanna sem nota hana.
Var það eitthvað fleira?

Snillingur með vörn á morgun. Gangi honum sem allrabest! Sendið honum meil og tilkynnið komu ykkar - orvarj at HÍ púnktur is. Plássið í fyrirlestrarsalnum ku nefninlega vera takmarkað eins og gengur og gerist í hinum efnislega heimi (ólíkt hinum pólitíska þar sem t.d. skattfé virðist vera ótakmarkuð auðlind).

No comments: