Tuesday, October 18, 2005

Tár í augun

Ef maður starir á tölvuskjá á vitlausri tíðni í 7 klst úr 30 cm fjarlægð þá byrjar maður að tárast. Svo mikið er víst.

Ég var u.þ.b. hársbreidd frá því að senda skopmynd af forstjóranum út á póstlista sem meðal annars inniheldur forstjórann. Sem betur fer skildi ég póst vitlaust og skopmyndin varð því af einum verkefnisstjóranum, og í raun var um sæta hefnd að ræða því sá hinn sami hafi gert athugasemd við hreinlæti innanverðs kaffibolla míns í morgun (hence, bloggfærsla um málið).

Haukurinn, T-minus 2 days. Lifrin kvíðir fyrir, önnur líffæri bíða spennt.

No comments: