Saturday, October 01, 2005

Það tókst

Jebb, mættur til vinnu á laugardegi. Loksins tókst það. Meira að segja búinn að gera eitthvað og fyrsti kaffibollinn ekki kominn niður!

Teljarinn minn er að fara hamförum því ég sendi tölvupóst um daginn sem að hætti íslenskra prentmiðla hefur nú verið birtur opinberlega. Hressandi svo ekki sé meira sagt. Ætli Andri svari kallinu?

Bókalisti var birtur hér um daginn. Nú kemur listi yfir þau tímarit sem ég er að reyna velja á milli að gerast áskrifandi að (þótt e.t.v. sé nóg lesefni ólesið fyrir!). Listinn er fyrst og fremst minnislisti fyrir mig svo ekki lesa hann of hátíðlega:
Journal of Libertarian Studies
Reason Magazine
Economist (held þó ekki)
The Cato Journal eða Regulation (líklega ekki samt)
Svo mikið lesefni, svo lítill tími. Jæja, áfram með smjörið.

No comments: