Friday, September 30, 2005

Þá er það fløskudagur

Jæja, flöskudagur er það víst. Eftir tvo bjóra getur maður víst ennþá gert eitthvað, a.m.k. í Excel. Hins vegar er erfitt að gera framhaldið upp við sig núna. Tveir bjórar þýða að sjálfsögðu að fleiri bjórar eru gríðarlega freistandi, en á móti kemur að ég myndi mjög gjarnan vilja vera ferskur á morgun og mæta í vinnuna og vinna af mér svo það sé pláss fyrir fyrirhuguð aukaverkefni í næstu viku. Ég gæti kannski tekið "stutt" djamm, farið heim í kringum miðnætti, sofið í 8-9 tíma og náð 6 tímum á morgun. Hins vegar er ég nokkuð viss um að minnsti vottur af stemmingu mun framlengja djammið út í hið óendanlega.

Snúin staða. Sjáum hvað setur. Góða helgi!

No comments: