Wednesday, September 21, 2005

Hress miðvikudagur

Óvenjulega er ég hress á miðvikudegi miðað við frekar ruglingslegan svefntíma. Ég get ekki útskýrt þetta. Nei, ekki af því ég fékk á broddinn í gær, nei ekki af því ég er ölvaður, nei ekki af því ég er svo afslappaður og hef nægan og góðan tíma til að gera hluti. Engin augljós ástæða.

Helgin verður hressandi. Snemma að sofa á föstudagskvöldið, mæta í vinnuna á laugardaginn, og oh boy hvað ég ætla að verðlauna sjálfan mig með mikilli ofurölvun á laugardagskvöldinu!

Ég virðist hafa hitt á "den brune bølge" í dag. Nei, það þýðir ekki að ég sé með pípandi niðurgang heldur að ég virðist alltaf hitta á fulla eða hálffulla kaffikönnu þegar ég sæki mér kaffi í dag. Á venjulegum degi er kannan yfirleitt tóm eða með botnfylli af súru kaffi og þá þarf ég að hella uppá, stundum allt að 6x á dag.

"En af hverju notaru ekki bara maskínuna sem hellir sjálf uppá fyrir hvern bolla?" Af því mér finnst kaffið úr henni vont, dauft og illa beiskt.

1 comment:

Anonymous said...

Hvernig væri nú að fá að sjá myndir af þér í action... í vinnunni. Ég verð að hrista þessa mynd úr hausnum á mér að þetta sé svona VR-II'esque stemmning með dönskum útgáfum af Burkna og Jóni Þóri og Bóbó ógleymdum að taka alla í bossann í action quake... EINMITT!