Monday, September 26, 2005

Úthvíldur væri ég ef...

Afslappandi helgi að baki. Smálítið sötur með Magga á föstudagskvöld var hressandi. Þreytan innheimti mig samt tiltölulega fljótlega. Stúlka að nafni Ragga var hress, þótt ég muni alveg afskaplega illa eftir þeim atburðum sem gerðu hana hressa. Ég fór víst á Black Sabbath á Hróaskeldu eftir allt saman - a.m.k. líkamlega.

Enn og aftur stal títtnefnd bók mig svefninum. Það fer beinlínis að verða atvinnulegt möst fyrir að klára doðrantinn áður en ég eyðilegg allar svefnvenjur endanlega! Í dag lifi ég svolítið á því að hafa sofið 13 tíma frá laugardagskvöldi til sunnudags en á morgun verð ég að keyra á góðum nætursvefni.

Hver á 'the ultimate primer' í Visual Basic? Ég kann ekkert á þennan fjára en langar endilega til að læra. Fyrsta skref í tölvumálum er alltaf að senda neyðaróp til nördanna, og byrja síðan að leita sjálfur.

Mikið er kennara-besserwisserinn í mér að fá mikla fróun (!) þessa dagana. Lesa yfir, reikna, Matlab-hjálp.. I like it alot!

No comments: