Thursday, September 15, 2005

Sykur-overdosis

Sykurmagnið hefur verið gríðarlegt í dag. Vínarbrauð í morgun, kaka eftir hádegismatinn og "romkugler" eftir hádegi. Þetta auk gríðarlegs magns kaffis hlýtur að vera hættuleg blanda. Hvernig væri að banna þetta?

Ég var að læra nýtt hugtak: "Anarkískt frelsi." Einhver mótsagnarlykt er af því. Hver ætli mótsögn þess sé? "Stalínísk stjórn"? Pass. En mér finnst ný hugtök alltaf skemmtileg, og sérstaklega þegar þau eru notuð án þess að nokkur viti hvað þau þýða. Dæmi: frjálshyggjumaður.

Stóð DV sig í dag?

Svefn minn hefur tekið mikið högg á sig í þessari viku og allt er það bókinni Atlas Shrugged að kenna. Eins og mér gengur að lesa hana núna mun næsta og jafnvel þarnæsta vika líka verða svefnlítil. Þessum litla svefni fylgir ákveðinn kitlandi svimi sem er hvað sterkastur þegar byrjað er að síga á seinnipart dags, eins og núna. Á kvöldin breytist sviminn svo í létta vímu, sem með kvöldbjórunum verður að hálfgerðri ölvun. Mannslíkaminn er merkilegt og magnað fyrirbæri.

Ég má til með að vera leiðinlegur núna og lýsa yfir vonbrigðum með ákveðinn hagfræði/heimspeki-nema (hvers nafn ég læt ósagt í bili). Stuttir sprettir en alls ekki nógu ítarlegir og alls ekki fylgt nægilega eftir.

Pressa, stress, ruglingur og flækja getur stundum verið krydduð blanda, og stundum aðeins of krydduð.

Harðsperrur þriðjudagsfótboltans hafa aldrei horfið fyrr en í þessari viku. Ég hefði aldrei trúað því fyrr en ég upplifði það, en tiltölulega regluleg líkamleg áreynsla virkar í alvöru til að byggja upp líkamlegt þol!

No comments: