Tuesday, September 20, 2005

Klukkaður? Ja hérna

Ég hef verið klukkaður af Hauki, sem þýðir í stuttu máli að ég þarf að segja frá einhverjum fimm atriðum um mig (sem fáir vita af, eða hvað?). Þetta er skítlétt og Haukur fær að kyngja fullyrðingum sínum um ólíkleika þess að ég svari mínu klukki:
1. Ég svaf hjá þessari ágætu norsku stelpu um þarsíðustu helgi.
2. Ég skulda Daða 7000 kr fyrir eina erfiða bólför.
3. Mér líður ekki eins illa nakinn á almannafæri eins og mörgum öðrum.
4. Mér finnst svart kaffi betra en kaffi með mjólk eða sykri eða einhverri blöndu þessara efna.
5. Ég hef aldrei á ævinni farið í ljós.
Þetta var nú ekki svo erfitt. Á ég ekki að klukka fimm manns núna? Eða tvær manneskjur? Eða hvað? Fimm er nú svolítið mikið. Ég klukka tvær. Gauti og Þrándur!

4 comments:

Jói Ben said...

Demmit Geir! Ég er alltaf að segja þér það. Þú átt ekki að sofa hjá strákum. Stelpur eru málið. Stelpur!

kv. jb

Anonymous said...

Var búinn að steingleyma þessu. Ég vil pening! Ég var víst líka klukkaður og heimasíðan virkar sem gerir það að verkum að ég kemst ekki undan þessu eða hvað?

Geir said...

Ítarleg líkamsskoðun gaf ekki vísbendingar um neitt sem bendir til að viðkomandi Norðmaður hafi verið annað en kvenmaður, og Daði: Þú verður að taka áskoruninni!

-Hawk- said...

ha ha... frábært að þú skildir taka þátt. Bjóst alls ekki við því :)

(28 dagar í Danmerkurför) :)