Tuesday, September 27, 2005

Þokukenndur þriðjudagur

Þokan liggur yfir Danmörkinni, en fólk virðist annars vera gríðarlega vel stemmt. Undirritaður meðtalinn.

DV á morgun mun víst innihalda nokkur misvel valin orð um græðgi. Föstudags-DV er enn óskrifað. Fréttablaðspistill er tilbúinn í hausnum en óskrifaður í bili. Greinaröð er sömuleiðis tilbúin fyrir Morgunblaðið, bara ekki niðurskrifuð. Þetta kemur allt. Engin ritstífla í bili svo ekki sé meira sagt.

En að öðru og kannski persónulegra málefni sem ég veit hreinlega ekki hvort ég megi skrifa en ég sé hvað Gauti kemst upp með og hlýt að geta komist upp með eitthvað líka:
Ég á ekki mjög marga kvenkyns vini, þ.e. vinkonur. Hins vegar virðast þær sem ég á allar vera: Greindar, léttgeggjaðar og passleg blanda ábyrgðar gagnvart því praktíska og kæruleysis gagnvart því sem skiptir praktískt minna máli (lesist: Kunna ennþá að skemmta sér á einn veg eða annan þrátt fyrir háa elli okkar sem eru fædd á 8. áratug 20. aldar og fyrr). Þið eruð magnaðar stúlkur, kæru vinkonur, og sjaldgæf eintök í hinu mikla offramboði ofmálaðra barbídúkka og þurrkunta.

Blammeringar fyrir væmni og játningagleði á þriðjudagsmorgni eru bannaðar.

Visual Basic, tilraun fimmtánþúsund til að gera einn einfaldan hlut, here I come!

7 comments:

Ingigerður said...

Þú gleymdir að minnast á hinar gífurlega greindu og fallegu frænkur sem þú átt! :)

Geir said...

Ég nefndi viljandi ekki hversu gríðarlega greindar og fallegar frænkur ég á!

Anonymous said...

HVAÐ ER ÞETTA???

"Undirritaður talar ekki fyrir hönd Frjálshyggjufélagsins nú frekar en áður."

Að sama skapi finnst mér vanta ályktun frá félaginu gegn tónlistarhúsi, amk. gegn því að farið sé í þá framkvæmd nú, en ekki þegar harðnar á dalnum.

Kannski á ég bara ekkert erindi í þetta félag?

Þrándur.

Geir said...

Sona sona þetta er ekki alveg svona slæmt. Annars staðar stendur: "Skoðanir þær sem koma fram hér þurfa ekki að endurspegla stefnu Frjálshyggjufélagsins." Ályktanir eru fyrir hönd félagsins. Félagsmenn skrifa á Ósýnilegu höndina á eigin ábyrgð. Aukafyrirvari minn var til að forðast allan misskilning þar.

Ályktun gegn tónlistarhúsinu? Góð hugmynd! Ég hef ekkert fylgst með. Finnst þetta of absúrd til að taka alvarlega. I'll pass it on!

Burkni said...

VB?? Hvernig væri nú að gefa oddsson.com tilefni til að kalla þig VB-þurs?

Anonymous said...

takk;)

Geir said...

Burkni, Oddsson.com fær ekki að þurs-stimpla mig fyrir VB úr því hann hafnaði tækifærinu til að kalla mig bat-skrá-þurs og hananú!