Monday, September 05, 2005

Heimilislegur

Nýju konurnar fjórar í heimilislífi mínu eru að reynast skrambigóður félagsskapur. Nú er búið að endurskipuleggja stofuna með fullt af nýjum húsgögnum, þrífa stór svæði hátt og lágt og setja saman allskyns hreingerningarplön sem vitaskuld þarf að ræða, og þess vegna er búið að setja niður fund í kvöld. Allskonar sápur og hreinsiefni eru nú til á heimilinu, frystikistan orðin nothæf aftur, klósettið laust við köngulær í bili og ryk farið af helstu yfirborðsflötum.

Bærinn var óvenjuhressandi um helgina. Nokkur minningarbrot: Góður fótboltaleikur í góðum félagsskap, hjúkkur á öllum aldri á Underground, besti dráttur Íslands (óstaðfest), heimspeki+hagfræði og ljósir lokkar, Ideal-bar, buxnalaus á Moose, bólgin litlatá vinstri fótar. Hitt kemur seinna.

Haustið er komið til Köben.

No comments: