Saturday, September 23, 2006

Föstudagsblaður

Eins mikill tímaþjófur og MSN Messenger getur stundum verið þá eykur hann óneitanlega sveigjnleika og liðleika í samskiptum, nú þegar flestir eru hvort eð er sitjandi við tölvu meira og minna allar vakandi stundir. Galdurinn er líklega sá að læra stjórna tímaþjófshlutanum. Ákveðinn upptekinn gripur (upplagður til sýningar) segir t.d. blákalt að viðkomandi sé upptekin þegar viðkomandi er það og þannig á það að vera. Hér með tekið til fyrirmyndar. Gefur manni færi á að senda skilaboð án þess að búast við svari undir eins. Ljómandi.

Fólk lætur alltaf koma sér á óvart þegar ég raka mig upp úr þurru. Ætli áralöng taðskegglingsrætkun hafi haft sitt að segja þar?

Skynsemi frá Samfylkingarmanni! Hressandi tilbreyting.

Launamunur "kynjanna" er goðsögn. Hins vegar er launamunur á einstaklingum og ef einstaklingar eru flokkaðir upp eftir t.d. kyni kemur í ljós launamunur. Hið sama gildir ef flokkað er eftir húðlit, búsetu, atvinnugreinum, hæð (=greind?), útliti, menntun,, reynslu, ábyrgð, áræðni, fjölda yfirvinnutíma og svo framvegis. Því miður er einblínt á eina af þessum flokkunum - kynferði. Aðrar flokkanir gleymast. Best væru ef allar gleymdust en að einblína á eina er líklega það versta því þá heldur fólk að kynferði sé það eina sem skiptir máli (eða meira máli en aðrir þættir).

"Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum." (#)
Skiptum út "jafnréttismálum" fyrir "sósíalismavæðingu almennings" og ég held að Lenín hafi fengið tilvitnun.

Ég þurfti að leiðrétta vinnufélaga minn í dag. Hann sagði að það væri alltaf gott að mennta sig (í samhenginu; fara í skóla og sitja eitthvað fag) og að það væri aldrei hægt að mennta sig of mikið. Þetta er misskilningur. Það er alltaf gott að auka við vitneskju sína, þjálfa sig betur og læra. Menntun sem slík er hins vegar mjög misheppnaður mælikvarði á upplýsingaöflun eða bætingu á sjálfum sér og getu til að leysa verkefni. Þessi hugleiðing er innblásin af tilvist RIKK.

Nágranni minn er furðulegt fyrirbæri.

Ég er að ná ágætri æfingu í að "flytja inn" Íslendinga til Kaupmannahafnar og stjóri ef farinn að kalla mig "konsulent" (ráðgjafa) Íslendinga í Köben. Núna vantar bara að ég komist á íslensk eða dönsk fjárlög og leyfi skattgreiðendum að blæða fyrir þekkingu mína og reynslu.

Ég held að Daði sé búinn að setja aðeins of mikið af vímuefnum í sig núna. Þrjú SMS í röð með sama svarinu með sömu spurningunni þegar þetta er skrifað. Daði: kl 17!

Katrín mín, meistaragráða í tölvunarfræði er ekki "M.Sc. in Engineering" þótt VFÍ hafi hleypt þér inn út á skálar, hárlit og brosmildi mikið (og já, pappíra frá DTU). Hér með skjalfest.

Tyrkir og tepokar eru eitthvað sem ég á erfitt með að losna við. Ég hef ekki lygagenið í mér því miður.

Í Berlín er bjór hellt þannig að það komi froða. Í Köben er bjór hellt til að fá froðu. Munurinn er umtalsverður. Sjá mynd fyrir pretty lips að drekka tasty beer.

Á hvaða aldri hættir kærasti/kærasta að flokkast sem "áhugamál" í takt við t.d. golf, fótbolta og tölvuleiki?

Ég hlakka mjög mikið til morgundagsins og sunnudagsins. Fyrirlestrar um stjórnmálaheimspeki úr herbúðum frjálshyggjumanna í 7 klst báða dagana með glósubók í einni og kaffibolla í hinni. Þeir sem til þekkja vita að ég fæ í'ann við tilhugsunina. Ég er meira að segja að gera "heimavinnuna" mína með lestri og hlustun og ég veit ekki hvað.

Yfir og út.

5 comments:

Anonymous said...

Hver er þessi umtalsverði munur?

„Í Berlín er bjór hellt þannig að það komi froða. Í Köben er bjór hellt til að fá froðu."

Geir said...

Í Berlín tekur það barþjóninn 2-3 umferðir að hella bjórnum í glas í smáum skömmtum með nægilegum koltvísýring í þrýstikerfinu og fyrir vikið verður til þykk og góð froða sem endist heillengi.

Í Köben hrista þeir beinlínis glasið á meðan þeir hella á methraða og fyrir vikið kemur skammtímafroða í glasið þegar það er afhent en hverfur fljótlega eftir það og bjórinn lifir á því að vera kaldur, ekki ferskur.

Anonymous said...

Belgíski gerir ekki svona!

Og einhver varð að drekka þetta áfengi, það drekkur sig vissulega ekki sjálft...

Anonymous said...

Geir minn. Msc in engineering gerir þig ekki að iðnaðarráðherra, þrátt fyrir að líkindi með ráðherranum, þunnt hár og grátt yfirbragð geti blekkt. Það er hér með skjalfest.

merly said...

Mig langar að deila dásamlegu vitnisburði mínum um hvernig ég kom aftur til eiginmannar míns í lífi mínu, ég vil segja fólki að það sé raunverulegt stafrænt á netinu á netinu og er öflugt og einlægt. Hann heitir DR PEACE, hann hjálpaði mér nýlega að hafa sambandið mitt sameinað með eiginmanni mínum sem varpaði mér. Þegar ég snerti DR PEACE kastaði hann ástfangelsi fyrir mig og eiginmanninn minn sem sagði að hann hefði ekkert að gera með mér, kallaði mig og bað mig. Fyrir alla sem lesa þessa grein og þarfnast hjálpar, getur DR PEACE einnig boðið upp á alls konar hjálp, svo sem að sameina hjónaband og samband, lækna alls konar sjúkdóma, málaferli, meðgöngu frásögn, við erum nú mjög ánægð með okkur sjálf. DR PEACE gerir honum grein fyrir hversu mikið við elskum og þarfnast hvert annað. Þessi maður er alvöru og góður. Hann getur einnig hjálpað þér að endurheimta brotið samband þitt. Ég hafði eiginmanninn minn aftur! Það var eins og kraftaverk! Engin hjónaband ráðgjöf og við erum að gera mjög vel í kærleika líf okkar. Hafðu samband við þennan mikla mann ef þú átt í vandræðum með sjálfbæran lausn
með tölvupósti: doctorpeacetemple@gmail.com
WhatsApp: +2348059073851
Viber: +2348059073851