Ég er ekki stuðningsmaður þess að ríkið þenji sig út og sinni allskyns verkefnum og framkvæmdum sem með réttu eiga heima á hinum frjálsa markaði. Framkvæmd sem fellur undir þá skilgreiningu er t.d. Kárahnjúkavirkjun sem Landsvirkjun, fyrir hönd ríkisstjórnar og annarra eigenda, er að reisa. Arðsemi þeirrar framkvæmdar er langt undir arðsemiskröfu á markaðnum og ríkið sættir sig við lága arðsemi vegna ýmissa sósíalískra sjónarmiða eins og byggðarsjónarmiða og stuðning við atvinnulíf á ákveðnu svæði. Allir hafa frá upphafi vitað að Kárahnjúkar er ekki framkvæmd sem einkaaðili hefði farið út í án ríkisstuðnings eða pólitísks þrýstings. Hugsanlega hefði eitthvað minna verið byggt, og kannski hefði eitthvað verið byggt ef raforkuverð væri hærra en það sem álverin eru að borga, en annars ekki - held ég.
Hins vegar er ekki þar með sagt að ég geti stutt aðgerðir virkjunarandstæðinga sem leggja líf, limi og eignir undir. Slíkur bjánaskapur á ekkert skylt við andstöðu við ríkisframkvæmdina Kárahnjúkavirkjun. Slíkur hálfvitaskapur á meira skylt við óstjórnlega bræði og fíflagang. Ofbeldisandstaðan er einnig að koma úr skrýtinni átt, nefninlega frá vinstrimönnum sem allajafna hafa ekkert á móti fyrirferðarmiklu og framkvæmdaglöðu ríkisvaldi, og þeirra sem geta ekki hugsað sér að ræða um einkavæðingu ríkisorkufyrirtækjanna sem stjórnmálamenn geta beitt að vild í dag í atkvæðaveiðum. Mótsögn?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Verð á orku ætti að segja til um hvað hún er hagkvæm, aðgengileg og yfirleitt fýsileg, og því er vel hugsanlegt að Kárahnjúkavirkjun hefði orðið góður kostur á frjálsum markaði. Olía og kol eru bara að hækka í verði og kjarnorka er dýr m.t.t. úrgangsins sem kjarnorkuver láta frá sér. Vatnsaflsvirkjun sem dugir í áratugi er því alltaf vænlegur kostur að kíkja á.
Gallinn við að hafa stjórnmálamenn með puttana í svona matsferli er sá að þeir hafa ekki nema að hluta til áhuga á efnahagslegri velgengni framkvæmdarinnar. Súrt regn Austur-Evrópu er dæmi um hugsanlegar afleiðingar þess.
Post a Comment