Friday, November 25, 2005

Amen to that!

Skynsöm rödd:
Staðreyndin er sú að umræðan litast af vandamálunum, sem eru yfirleitt freistandi fréttamatur. Nóg er af frásögnum af ógæfu þjóðfélagshópa í köldu markaðshagkerfinu og því þegar stjórnmálamenn ylja með skammgóðum skyndilausnum. Minna er sagt frá hversdagslífi þorra venjulegs fólks sem gengur alla jafna vel.

Ef til vill skýrir allt þetta hversu furðulega auðvelt hefur reynst að selja þá hugmynd hér á landi að fátækt hafi verið að aukast. Að misskipting og ójöfnuður dafni á Íslandi í krafti hnattvæðingar frjálsra viðskipta. Vandaðar rannsóknir á áhrifum efnahagslegs frelsis á lífskjör ólíkra tekjuhópa meðal þjóða heims benda til annarrar niðurstöðu.
Mikið er hressandi að lesa svona skrif annarstaðar en á þeim fáu, frjálslyndu vefritum sem annars birta svona skrif.

No comments: