Thursday, November 24, 2005

Ringlaður

Loksins er Daði á leið frá Danmörku aftur. Ég er orðinn drulluþreyttur á allri þessari virkradagadrykkju með vinnu daginn eftir, og ég fékk aldrei helgarþynnkuna almennilega í burtu og finn svolítið fyrir því ennþá.

Fótbolti er ótrúlega skemmtileg afþreying ef maður þekkir a.m.k. tvo leikmenn á vellinum og/eða nafnið á öðru fótboltaliðinu, og er að drekka bjór.

Herbergi losnar í íbúðinni sem ég bý í þann 1. janúar. 2700 d.kr. á mánuði, allt innifalið, depositum 5600 dkk og einhverjir örfáir hundraðkallar í tryggingu sem dugir til 1. apríl og nær yfir alla lausamuni. Sambýlingar eru ég, dönsk stelpa, tvær norskar stelpur og ein sænsk (sem þó gæti verið á útleið líka).

Ef þú ert þrifaleg, fjársterk, myndarleg stúlka á aldrinum 20-30 ára (og helst ekki íslensk) þá skaltu alveg endilega hafa samband.

No comments: