Thursday, November 10, 2005

Hugsað upphátt

Ætli MSN-tengiliðalistinn sé lýsandi fyrir þann hóp vina og kunningja sem maður á? Ef svo er þá er ég ánægður maður. Auðvitað vantar nokkra stórleikara í lífi manns, og inn á milli eru nöfn sem hringja ósköp fáum bjöllum hjá mér eða villtust inn á listann af einhverri afmarkaðri ástæðu sem fyrir löngu er runnin út í sandinn í dag, en á heildina litið er hópurinn eitthvað sem maður getur kallað vini eða kunningja, með eða án skyldleika, og mér finnst það gríðarlega ánægjulegt.

Hann pabbi minn, sem er ennþá að reyna ala mig upp, sagði mér einhvern tímann á fyrstu mánuðum háskólaferils míns að ég ætti að hafa í huga að það fólk sem ég kem til með að kynnast í háskólanáminu er líklega það fólk sem ég mun, bæði félagslega og faglega, umgangast eða þekkja allt mitt líf. Ætli það skipti máli að hafa slíkt í huga? Hvað væri öðruvísi í dag ef ég hefði á einhvern stórkostlegan hátt tekið tillit til þess að faglegir tengiliðir framtíðarinnar væru allt í kring og tilbúnir að dæma mig vanhæfan eða óhæfan vegna tiltekinnar félagslegrar eða námslegrar hegðunar í skólanum?

Svarið er: Ég ætti leiðinlegri og einsleitari vini og kunningja, og líklega vitlausari og gagnslausari í ofanálagt.

Ég er ánægður með MSN-tengiliðalistann minn og það þversnið sem hann gefur af því fólki sem ég þekki. Húrra fyrir ykkur!

3 comments:

Anonymous said...

jösss..
tek þetta til mín..
hahaha ;)

Burkni said...

'KKert mál kallinn og sömuleiðis, hlakka til margra ára í viðbót (samtals) af tímasóandi samtölum!

Anonymous said...

Í verkfræðinni er hægt að telja með öllum tám fólkið sem maður vill umgangast til æviloka félagslega.